Úrval - 01.09.1953, Síða 98

Úrval - 01.09.1953, Síða 98
96 TJRVAL — Ég er búinn að mjólka og gefa kúnum, sagði hann. Svo reis hann hægt á fætur. Dreng- urinn vissi ef til vill að hann hélt á leðurólinni í hendinni. Hún var hafin á loft og kom hvínandi niður, af fullri gát, eðlilega, með taktföstum, lág- um smellum. Líkami drengsins hefði getað verið úr tré eða steini, staur eða súla þar sem sjálf hans dvaldi í einveru efst uppi, á valdi hrifningar sinnar, píslarvættis síns. Þegar þeir nálguðust eldhús- ið, gengu þeir hlið við hlið, þegar þeir komu í bjarmann frá eldhúsglugganum stað- næmdist maðurinn og horfði rannsakandi á hann. — Áflog, sagði hann. Út af hver ju ? Drengurinn anzaði ekki. Svip- ur hans var rólegur og ákveð- inn. — Það var ekkert. Þeir stóðu kyrrir í sömu sporum. — Þú meinar að þú hvorki getir né viljir segja frá því? Hefur þú verið með kven- manni ? — Nei, sagði drengurinn. Maðurinn horfði á hann. Þegar hann tók aftur til máls var hann eins og hugsi. — Þú hefur aldrei logið að mér. Ekki það ég veit að minnsta kosti. Hann horfði á drenginn, á rólegan, festulegan vangasvipinn. Við hvern lentir þú í áflogum? — Þeir voru margir. — Nú svoleiðis. En ég vona að þú sért ekki einn um glóð- araugað ? — Ég veit ekki. Ég held ekki. — Það er gott, sagði mað- urinn. Farðu og þvoðu þér. Maturinn er tilbúinn. Þegar hann háttaði um kvöld- ið var hann ákveðinn í að strjúka. Honum fannst sem hann væri örn, fullþroskað- ur, ósveigjanlegur, máttugur, miskunnarlaus. En þessi til- finning hvarf. Hann vissi ekki þá, að það var eins með hann og örninn: að hans eigið hold og veröldin og geimurinn var ekkert annað en búr. * Það liðu tveir dagar áður en McEachern saknaði kvígunnar, en þá fann hann nýju fötin uppi á fjósloftinu. Þegar hann athugaði þau sá hann að þau voru ónotuð. Hann fann þau strax um morguninn en sagði ekkert. Um kvöldið kom hann inn í fjósið þar sem Jói var að mjólka. Hann sat á lágum skemli og hallaði höfðinu upp að lend kýrinnar. Hann var orðinn eins hár og fullvaxinn karlmaður. En McEachern tók ekki eftir því. —• Eg sé hvergi kvíguna þína, sagði hann. Jói svaraði ekki. Hann sat álútur yfir föt- unni og mjólkaði. McEachem stóð bak við hann og yfir hon- um og horfði niður á hann. Ég sagði að kvígan þín væri ekki komin heim enn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.