Úrval - 01.09.1953, Side 100
98
ÚRVAL
stjúpmóðir þín hafi keypt nýju
fötin sem ég fann uppi á fjós-
loftinu? Það er engin sú synd
til sem þú ert ekki sekur um:
leti og vanþakklæti og van-
rækslu og guðlast. Og nú hef
ég staðið þig að þeim tveim sem
eftir voru: lygi og saurlifnaði.
Því að hvað ættir þú annars að
gera við fötin? Nema til að
fremja saurlifnað? Hann barði
Jóa með krepptum hnefanum.
Jói þoldi tvö fyrstu höggin;
kannski af vana, kannski vegna
þess að hann varð svo hissa.
Svo hörfaði hann undan, hnipr-
aði sig saman og fór að sleikja
blóðið sem lagaði úr nef inu. Þeir
störðu hvor á annan.
— Þú skalt bara reyna að
berja mig aftur, sagði hann.
Seinna, þegar hann lá stirður
og kaldur í rúminu sínu uppi í
þakherbergi, heyrði hann radd-
irnar berast upp járnlagðan
stigann.
— Eg keypti þau handa hon-
um! sagði frú McEachern. Ég
gerði það. Ég keypti þau fyrir
smjörpeningana mína. Þú sagðir
að ég gæti . . . gæti notað . . .
Símon! Símon!
— Þú lýgur ennþá klaufa-
legar en hann, sagði maðurinn.
Rödd hans barzt snögg og hörð,
en reiðilaus upp járnlagðan stig-
ann og inn til Jóa þar sem hann
lá í rúminu. Hann var ekki að
hlusta. Kr júptu! Krjúptu!
Krjú'ptu Tcona! Biddu guð um
náð og fyrirgefningu, ekki
mig.
Hún hafði alltaf reynt að vera
honum góð, allt frá fyrsta des-
emberkvöldinu fyrir tólf árum.
Hún stóð úti á tröppunum og
beið þegar vagninn ók í hlaðið;
kúguð og beygð manneskja með
gráan hárhnút í hnakkanum og
klædd í kjól, annars algerlega
kynlaus.
Þegar vagninn staðnæmdist
kom hún fram eins og hún hefði
æft hlutverkið áður: nú átti hún
að lyfta honum niður úr sætinu
og bera hann inn í húsið. En
það hafði engin kona borið hann
eftir að hann lærði að ganga.
Hann skaut sér undan og gekk
sjálfur, trítlaði inn, lítill og ó-
lögulegur í þykku ábreiðunni.
Hún kom á eftir, laut kvíðin og
vandræðaleg yfir hann. Hún
lyfti honum upp á stól. Hún
kraup niður og reyndi að færa
hann úr skónum. En þegar hann
sá hvað hún ætlaði að gera, ýtti
hann höndunum frá og fór sjálf-
ur úr skónum. Hún færði hann
úr sokkunum og svo sótti hún
heitt vatn í fat. Allt til þessa
hafði hann ekki sagt neitt, en
nú opnaði hann munninn.
— En mér var þvegið í gær,
sagði hann.
Hún svaraði ekki. Hún lá á
hnjánum fyrir framan hann, en
hann starði á hárhnútinn og
hendurnar sem fitluðu dálítið
vandræðalega við fætur hans.
Honum fannst þetta svo dásam-
legt, að hann sat og beið eftir
framhaldinu, óþægilegu fram-
haldinu, sem hlaut að koma.