Úrval - 01.09.1953, Side 101
Á KROSSGÖTUM
09
Slíkt og þvílíkt hafði aldrei
komið fyrir hann áður.
Það var þetta kvöld sem það
byrjaði. Hann hafði það á til-
finningunni að þannig mundi
það verða ævina á enda. Nú,
þegar hann var orðinn seytján
ára og hugsaði til bernsku sinn-
ar, sá hann fyrir sér hinar
klaufalegu og misheppnuðu til-
raunir hennar, tilraunir sem
voru sprottnar af misskilningi
og hiki og af djúpri óljósri eðl-
ishvöt: alla matardiskana, sem
hún hafði laumað til hans, öll
þau skipti, þegar hún hafði
reynt að bjarga honum undan
refsingu, hvort sem hún var nú
verðskulduð eða óverðskulduð,
réttlát eða ranglát; ópersónuleg
var hún að minnsta kosti alltaf,
maðurinn og drengurinn litu á
hana sem eitthvað eðlilegt og ó-
hjákvæmilegt, allt til þess er hún
gekk á milli og gaf henni nýjan
blæ, nýjan lit.
Annað veifið fannst honum
hann verða að kalla hana á ein-
tal og tala um þetta við hana.
Að hann yrði að segja henni
sannleikann sem hún yrði neydd
til að leyna fyrir manninum.
Hann ætlaði að segja henni
frá því í laumi, það átti að
vera einskonar leynileg borg-
un fyrir alla matardiskana,
sem hann hafði ekki langað 1:
Hann segist hafa alið upp guð-
lastara og vanþakkláta mann-
eskju í húsi sínu. En ég ætla
að hætta á að þú segir hon-
um hvað hann hefur gert í
raun og veru. Hann hefur hýst
negra, og hann hefur klætt hann
og fætt og alið hann upp sem
sinn eigin son.
Því að hún hafði alltaf verið
honum góð. En maðurinn var
harður, réttlátur og ónærgætinn
og beið aðeins eftir því að
hann hegðaði sér svona eða
svona og tæki síðan við umbun
sinni eða hegningu. Hann gat
treyst viðbrögðum mannsins og
maðurinn gat treyst viðbrögðum
hans.
Það var konan, sem gerði
allt flókið, með hinni kvenlegu
hneigð sinni til hins dularfulla
og löngun til að gefa hinum
sjálfsagðasta og saklausasta
verknaði blæ banns og syndar.
Bak við lausa fjöl í veggnum í
þakherberginu hans geymdi
hún smápeninga í blekbyttu.
Það var ekki mikil upphæð.
Þegar hann var lítill drengur
hafði hún sýnt honum felustað-
inn, með ákafri og pukurslegri
varkárni barns að leik. Það var
hún sem treysti honum, krafð-
ist að fá að treysta homun á
sama hátt og hún krafðist þess
að hann borðaði. Krafðist sam-
særis, krafðist launungar, gerði
allt að pukri sem ekki þurfti
að vera það.
#
Hann tók reipið rólega út úr
felustaðnum. Það var hægt að
festa annan endann í lykkju við
gluggann. Nú tók það enga
stund að komast upp eða nið-