Úrval - 01.09.1953, Page 104

Úrval - 01.09.1953, Page 104
102 ■Drval út bjóst hann ekki við að koma þangað aftur. Það liðu sex mánuðir og á þeim tíma kom hann nokkrum sinnum til borgarinnar, en hann kom aldrei nálægt veit- ingastofunni. Þetta var á laug- ardegi og um vor. Hann var orðinn átján ára. McEachern þurfti enn að finna lögfræðing- inn. Nú var hann tilbúinn. — Það tekur klukkutíma, sagði hann. Þú getur labbað um á meðan og skoðað borg- ina. Hérna, sagði hann. Hann opnaði budduna og tók skild- ing upp úr henni, tíu sent. Reyndu nú að henda ekki pen- ingunum í einhverja vitleysu. Það er einkennilegt, sagði hann og leit á Jóa, það er eins og menn geti aldrei lært að meta gildi peninga fyrr en þeir hafa lært að sóa þeim. Vertu kom- inn hingað eftir klukkutíma. Hann tók við peningnum og hélt rakleitt til veitingastof- unnar. Hann stakk honum ekki í vasann. Hann kreisti höndina utan um peninginn eins og barn. Ljóshærða konan í tóbkssölunni (hún virtist ekki hafa hreyft sig í sex mánuði) virti hann fyrir sér. Við hinn endann á borðinu stóðu náung- arnir með hattana á ská, síga- retturnar í munnvikinu og angandi af hárvatni. Eigandi veitingastofunnar var að tala við þá. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sá hann. Hann var með hattinn á höfðinu eins og hinir, reykti eins og hinir„ Hann var ekki hár, ekki mikið hærri en Jói, sígarettan hékk yzt í munnvikinu, eins og hún héngi þar til þess að hún hindr- aði hann ekki í að tala. Hann gekk að borðinu og kreisti höndina utan um tíu sentin sín. Hann hélt að náungamir væru hættir að tala saman, því að hann heyrði ekkert annað en háðslegt snarkið frá steikara- pönnum í eldhúsinu, og hann sagði við sjálfan sig: Hún er þar inni. Þess vegna sé ég hana hvergi. Hann tyllti sér á stól. Hann sat alveg kyrr, horfði niður í gólfið og kreisti hönd- ina utan um tíu sentin sín. Hann tók ekki eftir frammi- stöðustúlkunni fyrr en tvær stórar hendur birtust á borðinu fyrir framan hann. Hann sá mynztrið á kjólnum hennar og brjóststykkið á svuntunni og báðar stóru hendurnar sem lágu grafkyrrar á borðinu eins og þær væru eitthvað sem hún hefði sótt fram í eldhúsið. — Kaffi og posteik, sagði hann. Hún leit ekki upp og rödd hennar var alveg hljómlaus: — Sítrónu, kókoshnetu, súkkulaði. Það var ómögulegt að trúa því að hendurnar sem lágu á borðinu væru hennar hendur. — Já, sagði Jói. Hendurnar hreyfðust ekki. Röddin breyttist ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.