Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 75
Hvers vegna eru öll atóm eins?
Grein úr „The Listener",
eftir O. B. Frisch.
1 hinum smágerva heimi frumeindanna ríkja allt önnur
lögmál en í okkar stóra veröld. Þar eru allsráðandi þau lög-
mál sem kennd eru við kvanta. Nokkur atriði og afleiðingar
þessa eru skýrð i greininni hér á eftir, en höfundur hennar
er forstjóri kjarneðlisfræðideildar í vísindastofnun er brezka
ríkisstjórnin hefur komið á fót.
'C’NGIR tveir hlutir eru alveg
eins, eða svo er að minnsta
kosti að jafnaði talið. Tví-
burabræður geta verið afar
líkir, en þeir eru ekki alveg
eins, það er enginn vafi á hvor
er hvor. Þótt teknir séu tveir
nýslegnir peningar, þá eru þeir
ekki að öllu leyti eins, en ef til
vill þarf smásjár við til þess að
greina muninn. En í eðlisfræði
nútímans er því haldið fram
að tvö atóm sömu tegundar séu
algerlega eins, þar sé ekki um
minnsta mun að ræða.
Ein mótbára kemur þegar
upp í hugann: þótt atómin
væru sköpuð eins, mundu þau
þá halda áfram að vera eins?
Milljónir árekstra verða milli
hvers atóms og nágranna þess
á hverri sekúndu, ætla mætti
því að þau fengju fljótlega
skrámur og beyglur.
En það er geypilegur munur
á atómi og peningi. Peningur
getur skrámast og beyglast á
ótal stöðum og ótal vegu; sagt
á annan og eðlisfráeðilegri hátt:
peningurinn getur komizt í
margvíslegt ástand frábrugðið
sínu upphaflegu ástandi og
haldið þó áfram að vera sami
peningurinn. En samkvæmt
kvantafræðinni á atóm sér ekki
nema takmarkaðan fjölda á-
standsmynda. Við venjulegan
stofuhita eru árekstrar þess
við nágrannana ekki mjög ofsa-
legir, og atómið heldur áfram
að vera í sínu eðlilegasta á-
standi hinnar minnstu orku.
Það hegðar sér svipað og
góður bolti, breytir lögun sinni
lítið eitt við hvern árekstur en
nær sér strax aftur. Sé hitinn
hár, verða árekstrarnir ofsa-
fengnari og þá getur farið svo
að atómið komist í nýtt ástand
við árekstur, en það verður
ekki lengi í því ástandi; það
losar sig við aukaorkuna með
því að senda frá sér ljósleiftur
og hrekkur um leið í sitt fyrra
ástand, ástand hinnar minnstu
orku.
Atóm er því ólíkt peningi að
tvennu leyti: það hegðar sér