Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 3
14. ÁRGANGUR
REYKJAVlK
2. HEFTI 1955
Erindi, sem hinn kunni, brezki rithöfundur
flutti nýlega í brezka útvarpið um ýmis
vandamál í menningu og stjórnmálum
vorra tíma.
Mild'r stjórnleysingjar.
Úr „The Listener“,
eftir J. B. Priestley.
I. Ríkisvaldið og þjóðin.
Er G kalla okkur stjórnleys-
ingja, þar eð hvorki treyst-
um við né geðjast okkur að
ríkisvaldinu, hinu gífurlega
vélaverki valdsins. Við trúum
því, að mönnum væri betra að
treysta á gagnkvæma hjálp og
sjálfviljuga samvinnu. Ég kalla
okkur milda stjórnleysingja,
þar eð við höfum enga löngun
til að beita ofbeldi og höfum
ekki í hyggju að varpa sprengj-
um. Við erum engin skipulögð
fylking, heldur aðeins fólk, sem
tekið hefur að hugsa á sérstak-
an hátt. Ég hefi ekki í hyggju
að nefna nein nöfn, þó að ég
gæti það, því að hér get ég
aðeins leyft ykkur að fylgjast
með rás hugsunar, án allra
takmarkana sem óhjákvæmileg-
ar yrðu, ef nöfn væru nefnd.
Ekki fer ég fram á samþykki
ykkar. Allt sem ég bið um, er
að þið reynið að íhuga skoðan-
ir okkar fordómalaust. Ef þið
gerið það og uppgötvið sann-
leika, sem við höfum ekki kom-
ið auga á, er vel farið. Við er-
um ekki að keppa til verðlauna,
hvorki þið, vinir mínir, né ég,
heldur vona ég, að við séum
aðeins að leitast við að verða
hver öðrum að liði á erfiðum
tímum.
Það er engum efa bundið, að