Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 65
Sjónhverfingar eru merkilegt fyrir-
brigði, og þessvegna ráðleggur
greinarhöfundur lesendum:
Trúið ekki ykkar eigin augum!
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Anker Tiedemann, arkitekt.
ÞESSI mynd af mannsheilan-
um var eitt sinn lögð fyrir
nokkra sálfræðinga. Þeim
fannst ekkert athugavert við
myndina — unz einn hrópaði
upp yfir sig: „Já, en þetta eru
bara nokkur nakin ungbörn!“
Aðrir, sem litla eða enga hug-
mynd hafa um útlit mannsheil-
ans, sjá börnin strax — taka
samstundis eftir smáatriðum
myndarinnar og láta ekki lögun
barnahópsins blekkja sig.
Þessi sjónhverfing, sem telja
verður í hópi hinna „ómerki-
legri“ (af því að hún blekkir
ekki nema einu sinni), er aðeins
ein af ótalmörgum, sem menn
hafa uppgötvað (eða fundið
upp) síðan rannsóknir á þess-
um fyrirbrigðum hófust fyrir
alvöru á miðri síðustu öld.
Þá tegund sjónhverfinga, sem
hér verður einkum gerð að
umtalsefni, nefndi Þjóðverjinn
J. Oppel „flatarmálsfræðileg-
ar sjónhverfingar,“ en það eru
að sjálfsögðu til ýmsar aðrar
tegundir, margar þeirra í sam-
bandi við liti.
Rannsóknir á sjónhverfing-
um skiptast eðli málsins sam-
kvæmt í tvennt: 1) að sann-
reyna fyrirbrigðin og flokka
þau — og 2) að skýra fyrir-
brigðin. Um skýringuna er það
að segja, að engum vísinda-
manni hefur enn tekizt að koma
með fullnægjandi skýringu, sem
hægt er að sanna. Nokkrar
kenningar hafa þó komið fram,
og þótt engin þeirra hafi verið
sönnuð, verða sumar þeirra að
teljast einkar sennilegar.
Nokkrar þeirra telja höfuðor-
sök fyrirbrigðanna sálræns eðl-
is, en flestar skýra þau frá líf-
eðlisfræðilegu sjónarmiði. Oft
tekur lífeðlisfræðingurinn t. d..
„frænda“ augans — Ijósmynda-