Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 27
ER HÆ3GT AÐ BÆTA MINNIÐ?
25
ætlað að muna talnaröðina
5636056378. Talan 5 er klettur,
6 er ljóshærð kona, sem situr á
klettinum með barn sitt, 3, sem
hún heldur á (563). Svo stendur
6 á fætur, tekur 0, bala, og set-
ur á steininn, 5 (605). Nú fer
konan, 6, og skilur barnið eftir,
3; en tveir lögregluþjónar, 7 og
8, finna það (6378).
Sameiginlegt öllum, sem hafa
afburðaminni, er, að þeir um-
breyta og gæða lífi dauð og fá-
breytileg minnisatriði. Menn
hugsa sér minnið oftast sem
einskonar ,,endurprentun“, en
hér er miklu frekar um að ræða
nýsköpun: sundurlausu efni er
breytt í lifandi heild.
Margskonar kerfi, svipuð
þeim, sem að framan getur, hafa
orðið til sem hjálpartæki til að
festa eitthvað í minni, en öll
miða þau að því að skapa líf-
rænt samhengi úr sundurlausu
efni. Algengt er að færa til
bundins máls atriði, sem festast
eiga í minni. Allir kannast við
vísurnar: Ap, jún, sept, nóv. 30
hver . . . og a, b, c, d, e, f, g,
eftir kemur h, i, k . . . o. s. frv.
Spurningunni um það, hvort
til sé minnishæfileiki, er hægt sé
að þjálfa, verður að svara neit-
andi. Það er hægt að tileinka sér
betri og hentugri aðferðir til að
festa sér í minni. Það er m. ö. o.
námstæknin, en ekki námshœfi-
leikinn, sem batnar. Það er ein-
kenni á öllu árangursríku námi
og þá um leið traustu minni á
námsefnið, að unnið hefur ver-
ið af áhuga og dugnaði að nám-
inu. Margir, sem þurfa að læra
eitthvað, hafa óvirka afstöðu
til námsins. Það er eins og þeir
búist við að efnið „setjist í þá“
af sjálfu sér. Árangurinn verð-
ur lítill og er þá um kennt slæmu
minni.
Minnis- og námsviljinn ræður
mestu um það, hve vel námsefn-
ið festist í minni. Það er aðeins
hægt að læra með vakandi
starfi, með því að umbreyta
námsefninu og fá samhengi og
meiningu í það; því að aukinn
skilningur örvar áhugann.
Minnistækni (mnemoteknik)
nefnist einu nafni hver sú að-
ferð, sem notuð er til að festa
eitthvað í minni, og er þá að
jafnaði um að ræða námsefni,
sem skortir samhengi eða mein-
ingu. f sambandi við það hlýt-
ur að vakna sú spurning, hvort
menn hafi í raun og veru not
fyrir að læra þesskonar efni ut-
an að. Víða gætir nú orðið til-
hneigingar í þá átt, að draga
úr utanaðlærdómi á staðreynd-
um, sem oftast má með góðu
móti fletta upp í handbókum.
Samanburður á skólakennslu
fyrr og nú sýnir greinilega, að
minni áherzla er nú lögð á utan-
aðlærdóm, en þó er ástæða til
að spyrja, hvort ekki sé enn
of mikil áherzla lögð á minnis-
efni. Mörg próf bera enn um
of svip af ,,minnisprófum“ frek-
ar en prófun á skilningi og
þroska.
Er t. d. nauðsynlegt að læra