Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 106

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL mig á höfuðið. Heldur þú að menn vilji að konur þeirra og dætur kaupi skartgripi og arm- bandsúr hjá kvennabósa?“ „Þér hefði verið nær að hugsa út í það áður en þú fórst að daðra við þetta kvendi!“ sagði konan með rödd, sem gaf til kynna, að ofsinn frá deg- inum áður gæti auðveldlega blossað upp á nýjan leik. „Hlustaðu á mig Stella. Ég er ekki að finna að ykkur á nokkurn hátt, en ég ætla að ráðleggja ykkur í fullri alvöru að minnast aldrei á þetta mál framar. Ég krefst einskis af ykkur sem ég krefst ekki af sjálfum mér. Ég segi ekki aukatekið orð. Það getið þið verið vissar um.“ En hann hélt ekki loforð sitt lengi. Daginn eftir þóttist hann sjá það á Charley Doelgers, að sagan hefði borizt honum til eyrna. En þar sem Charley minntist ekki á málið ákvað Bisbee að gera það. „Auðvitað hef ég heyrt sög- una,“ viðurkenndi Charley. „Allur bærinn hefur heyrt hana.“ „Ég geri ráð fyrir að þú trú- ir ekki einu orði af þessu?“ „Égskiptimér aldrei af svona löguðu, ef það snertir ekki verzlunina,“ sagði Charley flóttalega. „Ég álít að maður eigi að vera umburðarlyndur. Hver maður ræður sínu einka- lífi. Mér er nákvæmlega sama þó að þú kæmir þér upp kvennabúri, ef verzlunin bíður ekki tjón við það.“ „Kvennabúri!“ stundi Bisbee. „Ég ætla aðeins að segja þér eitt,“ hélt Charley áfram. „Ég hef ekki áhuga á neinu nema verzluninni. Hneyksli getur gert mikið tjón. Þú manst hvernig fór fyrir tannlæknin- um, sem sagt var frá í blaðinu á dögunum. Hann hafði meira en nóg að gera, en svo var hann dæmdur fyrir tvíkvæni, og þá fór allt í hundana hjá hon- um.“ Bisbee fannst hann vera að kafna. „Ég skal snúa hvern þann úr hálsliðum, sem segir að ég sé tvíkvænismaður!“ stundi hann upp. Næstu daga óskaði Bisbee þess oft, að einhver yrði til þess að bera sökina á hann opinberlega. Það hefði verið betra heldur en verða þess sí- fellt var að fólk glápti á hann, þegar hann sneri baki að því, og hætti að tala saman, þegar hann nálgaðist. Það var eins og allir væru að hugsa um hneyksl- ismálið, en það var ómögulegt að vita hvað fólk hugsaði. Honum fannst hann standa einn uppi. Enginn skildi hann. Á heimilinu leita menn styrks og hughreystingar, þegar á móti blæs, en þar átti Bisbee sízt samúðar að vænta. Þar varð hann að leyna þjáningum sínum betur en nokkru sinni áður. Stella setti upp píslar- vættissvip þegar hún mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.