Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 19
„Það, sem einn maður getur ímyndað
sér, getur annar framkvæmt".
Umhveríis jörðina með Jutes Verne.
Grein úr „The Saturday Review“,
eftir George Kent.
AÐ bar við skömmu eftir
1880, að rauðskeggjaður
maður kom dag nokkurn til að
fá viðtal við franska mennta-
málaráðherrann. Dyravörðurinn
leit á nafnspjald hans og það
færðist bros yfir andlit hans.
„Monsieur Verne,“ sagði hann
og ýtti fram stól, „gerið svo vel
að fá yður sæti. Þér hljótið að
vera þreyttur, eins og þér ferð-
ist mikið.“
Jules Verne hefði vissulega
átt að vera langþreyttur. Hann
hafði farið umhverfis jörðina
mörgum sinnum — einu sinni
á 80 dögum. Hann hafði siglt
60.000 mílur neðansjávar, ferð-
azt til tunglsins, kannað iður
jarðar. Hann hafði spjallað við
mannætur í Afríku og Indíána
í frumskógum Suður-Ameríku.
Það voru fáir staðir á jörðinni,
sem rithöfundurinn Jules Verne
hafði ekki heimsótt.
En maðurinn Jules Verne var
öllum mönnum heimakærri.
Væri hann þreyttur, þá gat það
ekki verið af öðru en skriftum.
I 40 ár sat hann í litla turnher-
berginu á húsi sínu í Amiens
og skrifaði með skýrri rithönd
daginn út og daginn inn —
reglubundið tvær bækur á ári.
Verne sá öllum mönnum bet-
ur fyrir óorðna hluti í heimi vís-
inda og tækni. Hann sá fyrir
sjónvarpið áður en útvarpið var
komið til sögunnar; hann kall-
aði það phototelephoto. Hann
lýsti þyrilvængju hálfri öld áður
en fyrsta flugvélin hóf sig til
flugs. Fátt er það af tækniundr-
urn tuttugustu aldarinnar, sem
þessi maður Victoríutímabilsins
sagði ekki fyrir um: kafbáta,
flugvélar, neonljós, hverfigang-
brautir, lofttemprun í húsum,
skýjakljúfa, fjarstýrð flug-
skeyti, skriðdreka og ótal margt
fleira. Hann er án alls efa faðir
þeirrar bókmenntagreinar, sem
nefnd er vísindaskáldskapur.
Verne skrifaði um undur
framtíðarinnar af svo mikilli ná-
kvæmni, jafnvel í minnstu smá-
atriðum, að þau voru rædd í al-
vöru á fundum vísindafélaga og
stærðfræðingar sátu vikum sam-
an við að prófa tölur hans. Eftir
að bók hans um ferðina til
tunglsins kom út, buðu sig