Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 79
MEÐFÆTT EÐA LÆRT?
77
meðfæddur eins og flugið fugl-
inum. Aftur á móti verður það
að læra samstillingu ganghreyf-
inga og jafnvægishreyfinga.
Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt
að sanna með tilraunum, en
margt bendir til að svo sé. Á
hinn bóginn hefur sambandið
við móðurina mikið að segja
fyrir þroska gangsins. Börn,
sem skortir stöðuga uppörvun
móðurinnar, eru miklu seinni til
gangs en önnur börn.
Ekki þekkja öll dýr tegundar-
systkini sín, heldur verða þau
að læra að þekkja þau smám
saman í uppvextinum. Þessi
mótun (prægning) fer fram á
ákveðnu þroskastigi dýrsins og
hún breytist ekki eða gleymist,
að minnsta kosti er mjög erfitt
að breyta henni. Dýrsungi lær-
ir ekki í eitt skipti fyrir öll að
þekkja tegund sína sem heild.
Þessvegna geta dýr orðið mjög
hænd að mönnum, ef þau eru
alin upp meðal manna án þess
að kynnast tegund sinni. Þau
líta þá á manninn sem tegund-
arsystkini, en þar með er ekki
sagt að þau taki manninn sem
tegundarsystkini í öllu tilliti,
og þessvegna kemur fyrir að
þau verða allt í einu villt. Við
ónáttúrleg skilyrði getur kom-
ið til rangrar mótunar. Moskus-
andarungar, sem grágæs hefur
ungað út og alið í tvo mánuði,
haga sér síðar meir eðlilega, þ.e.
þeir slást í för með öðrum
moskusöndum, en næsta vor,
þegar fengitíminn nálgast, taka
þeir sér grágæs fyrir maka!
Menn uppgötvuðu þetta mót-
unarfyrirbrigði fyrst hjá grá-
gæsarungum: nýklaktir grá-
gæsarungar þekkja ekki for-
eldra sína í sjón. Fyrst eftir að
þeir koma úr egginu, elta þeir
fyrstu lífveruna sem þeir sjá.
í náttúrunni er það alltaf móð-
irin, en ef klakið fer fram í
klakvél, þannig að maðurinn
verður fyrsta lífveran sem ung-
arnir sjá, þá elta þeir hann. Og
sá gæsarungi, sem vanizt hefur
mönnum, kærir sig ekki um
gæsir upp frá því. Ef maður
reynir að setja hann hjá gæs-
um, hleypur hann skrækjandi
á eftir manni.
Hæfileikinn til að læra nýjar
hreyfingar með eftirlíkingu er
mjög takmarkaður hjá dýrun-
um. Það sem dýrin læra bygg-
ist mest á reynslu og æfingu.
Cirkusbjörn lærir að hjóla á
þann hátt, að fæturnir eru
bundnir við pedalana og hjól-
inu ýtt áfram þannig að fæt-
urnir hreyfast með. Eftir nokk-
urn tíma er bjöminn ekki aðeins
farinn að sætta sig við þessa
hreyfingu, heldur er hann far-
inn að framkvæma hana sjálf-
ur. Simpansar eru einu dýrin,
sem menn hafa séð líkja eftir
hreyfingum, sem þeir hafa séð
hjá mönnum. Þeir geta t.d. sóp-
að gólf, krotað strik með blý-
anti á pappír og saumað nokk-
ur einföld nálspor eftir að hafa
séð menn gera slíkt.