Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
ingi. Honum fannst ráðlegast
að segja henni ekki allan sann-
leikann að sinni. „Það er dýrt
að fara í mál og maður verð-
ur að vega og meta hvort það
borgar sig. Satt að segja er það
bara þín vegna að mig langar
að taka í lurginn á þorpurun-
um,“ bætti hann við um leið
og hann stakk bita upp í sig.
„Ég skal segja þér, Stella, ég
hef hugsað mikið um óþægind-
in, sem þú hefur haft af þessu
slúðri, og þú getur verið viss
um að ég skal rétta hlut þinn.“
„Það er kominn tími til að
þú farir að hugsa um mig.“
„Ég hef líka gert það. Eg
held að þið Pálína komið til
með að verða ánægðar. En
mundu, að þetta er ekki ákveð-
ið loforð. En það lítur út fyrir
að búðin ætli að bera sig vel.“
Hann hallaði sér aftur á bak í
stólnum og ljómaði allur, þeg-
ar hann sagði: „Ég er að
hugsa um að taka mér frí
næsta sumar og fara með ykk-
ur til Evrópu!“
„Pabbi! Pabbi!“
Pálína réði sér ekki fyrir
kæti og klappaði saman lófun-
um. En það var enginn gleði-
svipur á frú Bisbee. Hún hall-
aði sér fram á borðið og sagði:
„Lít ég út eins og ég hafi
fæðzt í gær?“
„Mamma, hvað ertu að
segja?“ spurði Pálína undrandi.
Móðirin anzaði henni engu,
hún kipraði saman augun þar
til þau voru orðin eins og mjó-
ar rifur, starði á hann og
sagði: „Hélztu að það væri
svona auðvelt að leika á mig,
William Bisbee! Ég veit ósköp
vel hvers vegna þú villt allt í
einu fara til Evrópu. Þú ert
alltaf að hugsa um þessa
konu!“
Það var ekki fyrr en um vor-
ið, þegar nýtt hneykslismál var
komið á dagskrá, að fólk hætti
að tala um Bisbee. Alice Mur-
chison kom skyndilega heim,
öllum á óvænt. Hún hafði yfir-
gefið mann sinn á brúðkaups-
ferðinni kringum jörðina. Það
var sagt, að hann hefði stolið
perlufestinni hennar, og selt
hana Kínverja. Þá varð Bisbee
þess var, að fólk benti ekki
lengur á hann á götunni, og
menn feldu ekki niður tal þó
að hann nálgaðist. Ævintýri
hans var gleymt. Pálína var
hætt að bera armbandið og
Stella nefndi aldrei Gabriellu
Lescaboura á nafn — enda þótt
hún væri ekki hætt að nöldra
í honum. Hann laumaðist til að
lesa Chit-Chat í hverri viku,
en það var ekkert skrifað um
hann eða prinsessuna. Hann
velti fyrir sér hvernig henni
liði, hvort hún hefði séð grein-
ina, sem snerist um þau bæði,
og hvort hún hugsaði nokkurn-
tíma til hans. Hún var áreið-
anlega búin að gleyma honum.
Enda þótt vorið væri komið,
var haust í sál hans. Hann var
einmana, það var eins og það