Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 31

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 31
GARCIA LORCA 29 þólsku konungssinnar stóðu í skarpri andstöðu hvorir gegn öðrum. Öfgafyllstu hægrisinn- arnir höfðu stofnað undir for- ustu José Antonio Primo de Ri- vera, sonar hins fyrrverandi ein- ræðisherra, nýtt baráttulið, fal- angistahreyfinguna, og ofbeldi og ógnaraðgerðir voru daglegt brauð. Ákvörðun Lorca að vera kyrr heima var ekki sprottin af því, að hann hyggðist gerast virkur þátttakandi í stjórnmálabarátt- unni. Slíkt var fjarri honum. I ákaflyndi sínu var hann meiri maður en stjórnmálamaður, meiri listamaður en skæruliði. Það voru einungis örlög hins hrjáða, kúgaða mannkyns, sem upptóku huga hans og hrærðu hjarta hans, og það voru þessi undirhyggjulausu mannúðarvið- horf, sem án alls áróðurs og ofstækis gerðu hann að frelsis- tákni allra þeirra, er unnu spænskri menningu. Þrátt fyrir þetta var ha.nn sakaður um það í heimalandi sínu, að hafa sam- úð með fasistum. Raunar þarf ekki langt að leita skýringa á þessum ásökunum. Oftast var um að ræða tilraunir til að varpa röngu ljósi yfir dauða hans. En þegar þær voru born- ar fram í alvöru, var skýringin sú, að Lorca var af borgara- legum ættum og átti nána vini í herbúðum andlýðræðissinna, meðal þeirra skáldið Luis Ros- ales og bróður hans, sem hafði hætt námi og snúið aftur til Granada til að gerast kaupmað- ur. En fyrst og fremst átti Lor- ca vini sína meðal vinstri sinn- aðra menntamanna, m. a. innan stjórnarinnar, og borgarstjórinn í Granada, sem var sósíalisti, var mágur hans. Lýðræðissinn- aða afstöðu sína sýndi hann ótvírætt í starfi sínu við ferða- leikhúsið, auk þess var hann á háskólaárum sínum félagi í hinu frjálslynda stúdentafélagi Resi. Kvæði hans og leikrit bera auk þess þann vitnisburð, sem ekki verður véfengdur. Og sá efi, sem eftir kann að leynast um afstöðu hans, hlýtur að hverfa við lestur viðtalsins, sem blaða- maður frá Madridblaðinu El Sol átti við hann 10. júní 1936; þar segir hann: ,,Ég er Spánverji af líkama og sál, og ég mundi aldrei geta lifað utan landamæra Spánar, en ég hef andúð á hverj- um þeim, sem er Spánverji að- eins til að vera Spánverji. Ég er bróðir allra, og ég fyrirlít þann mann, sem fórnar sér fyrir einhverja óhlutkennda þjóðern- ishugsjón, því að hann elskar land sitt með bundið fyrir aug- un.“ Þetta voru djarfleg, en jafn- framt hættuleg orð, og þau urðu til þess að vinir Lorca, einkum meðal fasista, réðu honum til að hverfa burt frá höfuðborg- inni. Hann færðist undan í fyrstu, en þegar baráttan milli hægri- og vinstrisinna í Madrid var komin á stig ofbeldis og morða, og bersýnilegt var, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.