Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 17

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 17
PSYKÓSÓMATlSK VEIKINDI 15 dæmi má nefna hið merkilega en ekki óalgenga fyrirbrigði, sem nefnist ímynduð þungun (pseudocyesis). Sjúklingurinn fær þá trú — annað hvort af ótta við að verða barnshafandi eða löngun til þess — að hún sé með barni. Hún hættir að hafa á klæðum, kviður hennar stækkar (þó að legið stækki ekki), og breytingar verða á brjóstunum, svipaðar þeim, sem verða á barnshafandi konum. Breytingar verða á vökum (hor- mónum) heiladinguls og eggja- kerfis, svipaðar og hjá barns- hafandi konum, þó ekki eins miklar. Ef ekki er hægt að fá konuna af þeirri trú sinni, að hún sé með barni, getur reynzt nauðsynlegt að láta konuna, eft. ir níu mánuði, verða léttari af þessu ,,hugarfóstri“, eins og um eiginlega fæðingu væri að ræða. Enginn karlmaður skyldi hlæja að þessu undarlega fyrirbrigði, því að fyrir kemur líka, að karl- menn ímyndi sér að þeir séu með barni og þjást af uppsölu og fæðingarhríðum, sem er væg- ast sagt enn furðulegra. ONNUR jafneftirtektarverð tengsl milli hugmynda og líffærastarfsemi má finna hjá mörgum sjúklingum. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég ung- an mann, sem átti við öndunar- erfiðleika að stríða. Skoðun leiddi ekki í Ijós neinn sjúkdóm í hjarta eða lungum, er gæti skýrt einkennin. Faðir hans þjáðist einnig af andarteppu, en hann var með alvarlegan hjartasjúk- dóm. Þegar sjúklingurinn sá eða varð hugsað til andarteppu föð- ur síns, tóku sömu öndunarerf- iðleikar að sækja á hann líka. Annar ungur maður fylgdist nákvæmlega með líðan föður síns í banalegunni, en faðirinn dó úr hjartasiúkdómi. Hann taldi iðulega ,,púls“ hans og tók þá oft eftir, að hann var óreglu- legur. Skömmu eftir andlát föð- urins leitaði pilturinn til læknis og kvartaði um hjartslátt. Það kom í ljós, að hjartsláttur hans var óreglulegur, en orsökin virt- ist eingöngu vera geðræns eðlis. Miðaldra kona kvartaði und- an þrálátum verk í hægra brjósti. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn, fannst engin skemmd í brjóstinu, sem gæti gefið skýr- ingu á verknum. En svo upp- lýstist, að sonur hennar var veikur af krabbameini og beið aðeins dauðans. Hann var með þrakbamein í hægra brjósti. Eft- ir að hann var dáinn — og kon- an hafði sætt sig við sonarmiss- inn — hurfu verkirnir í brjóst- inu. Af ástæðum, sem ekki koma þessari grein við, báru þessir sjúklingar (að mestu óafvit- andi) í brjósti löngun til að líkj- ast hinum sjúku ættingjum sín- um. En þeir ímynduðu sér ekki aðeins veikindi sín; réttara er að segja, að þeir hafi fyrst ímyndað sér þau og síðan skap- að þau með ímyndun; því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.