Úrval - 01.04.1955, Side 17
PSYKÓSÓMATlSK VEIKINDI
15
dæmi má nefna hið merkilega
en ekki óalgenga fyrirbrigði,
sem nefnist ímynduð þungun
(pseudocyesis). Sjúklingurinn
fær þá trú — annað hvort af
ótta við að verða barnshafandi
eða löngun til þess — að hún
sé með barni. Hún hættir að
hafa á klæðum, kviður hennar
stækkar (þó að legið stækki
ekki), og breytingar verða á
brjóstunum, svipaðar þeim, sem
verða á barnshafandi konum.
Breytingar verða á vökum (hor-
mónum) heiladinguls og eggja-
kerfis, svipaðar og hjá barns-
hafandi konum, þó ekki eins
miklar. Ef ekki er hægt að fá
konuna af þeirri trú sinni, að
hún sé með barni, getur reynzt
nauðsynlegt að láta konuna, eft.
ir níu mánuði, verða léttari af
þessu ,,hugarfóstri“, eins og um
eiginlega fæðingu væri að ræða.
Enginn karlmaður skyldi hlæja
að þessu undarlega fyrirbrigði,
því að fyrir kemur líka, að karl-
menn ímyndi sér að þeir séu
með barni og þjást af uppsölu
og fæðingarhríðum, sem er væg-
ast sagt enn furðulegra.
ONNUR jafneftirtektarverð
tengsl milli hugmynda og
líffærastarfsemi má finna hjá
mörgum sjúklingum. Fyrir
nokkrum árum skoðaði ég ung-
an mann, sem átti við öndunar-
erfiðleika að stríða. Skoðun
leiddi ekki í Ijós neinn sjúkdóm í
hjarta eða lungum, er gæti skýrt
einkennin. Faðir hans þjáðist
einnig af andarteppu, en hann
var með alvarlegan hjartasjúk-
dóm. Þegar sjúklingurinn sá eða
varð hugsað til andarteppu föð-
ur síns, tóku sömu öndunarerf-
iðleikar að sækja á hann líka.
Annar ungur maður fylgdist
nákvæmlega með líðan föður
síns í banalegunni, en faðirinn
dó úr hjartasiúkdómi. Hann
taldi iðulega ,,púls“ hans og tók
þá oft eftir, að hann var óreglu-
legur. Skömmu eftir andlát föð-
urins leitaði pilturinn til læknis
og kvartaði um hjartslátt. Það
kom í ljós, að hjartsláttur hans
var óreglulegur, en orsökin virt-
ist eingöngu vera geðræns eðlis.
Miðaldra kona kvartaði und-
an þrálátum verk í hægra
brjósti. Þrátt fyrir ítarlega
rannsókn, fannst engin skemmd
í brjóstinu, sem gæti gefið skýr-
ingu á verknum. En svo upp-
lýstist, að sonur hennar var
veikur af krabbameini og beið
aðeins dauðans. Hann var með
þrakbamein í hægra brjósti. Eft-
ir að hann var dáinn — og kon-
an hafði sætt sig við sonarmiss-
inn — hurfu verkirnir í brjóst-
inu.
Af ástæðum, sem ekki koma
þessari grein við, báru þessir
sjúklingar (að mestu óafvit-
andi) í brjósti löngun til að líkj-
ast hinum sjúku ættingjum sín-
um. En þeir ímynduðu sér ekki
aðeins veikindi sín; réttara er
að segja, að þeir hafi fyrst
ímyndað sér þau og síðan skap-
að þau með ímyndun; því að