Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 101
PRINSESSAN HANS BISBEE
99
þeirra til skemmtana kemur
ekki hvað sízt í ljós í skemmti-
ferðum þeirra til Bæheims."
„Kemur heima,“ sagði Bisbee
og kinkaði kolli. „Þau eru vön
að fara þangað!“
„Sé það rétt sem altalað er,
þá stafar hrifning prinsins af
Lido af því, að meðal gestanna
er kunn dansmey frá París. Það
má gera ráð fyrir að prinsess-
unni hafi gramist þetta mjög.
Hún var eins og ávallt umkringd
hópi aðdáenda, og hneigð henn-
ar til tilbreytingar að því er
snertir elskhuga kom greinilega
í ljós, því að fjórir af aðdá-
endunum voru alltaf á hælunum
á henni og afbrýðisemi þeirra
innbyrðis fór engan veginn dult.
Einn af þessum fjórum getur
rakið ætt sína til spönsku kon-
ungsfjölskyldunnar, annar er
brezki gúmmíauðmaðurinn
Wapshott lávarður, þriðji er
frægur amerískur kvikmynda-
leikari, og hinn fjórði T. Perci-
val Begg frá New York og Santa
Barbara.
Það kann að vera hrein til-
viljun að Mon Plaisir — þessi
undurfagra eign, sem prinsess-
an valdi sér fyrir bústað í Santa
Barbara — stendur við hliðina
á húsi Beggs. Hitt er staðreynd,
að ekki var liðinn nema hálfur
mánuður frá komu prinsess-
unnar, þegar hin sívökula Vida
Begg, sem talin er vera sex ár-
um eldri en pólóleikarinn, mað-
ur hennar, fór með hann rak-
leitt til Honolulu, þar sem hann
sat í ólund allan veturinn, eftir
því sem vér höfum frétt.“
Bisbee var hættur að ganga
um gólf.
„Hvernig hefur þessi óþverra
snepill komist inn á heimili
mitt?“ spurði hann.
„Ég keypti blaðið til þess að
fá að vita hverskonar náungi
þessi Thresher er, sem Alice
Murchison ætlar að giftast. Það
lítur út fyrir að hann hafi verið
trúlofaður . ...“
En Bisbee hafði engann á-
huga á Thersher.
„Ég hlusta ekki á eitt einasta
orð í þessu blaði!“
„Skrifa þeir nokkuð meira
um þessa konu, sem hann pabbi
þinn hefur krækt í? Góða, lestu
það.“
„Nei, ég harðbanna það!“
hrópaði Bisbee. „Hyskið lýgur!
Ég er alveg hissa á henni móð-
ur þinni að hleypa svona snepli
inn á heimilið.“ Hann sneri sér
að Pálínu. „Fáðu mér blaðið!“
„Anzaðu honum ekki,“ sagði
móðir hennar ákveðin. „Láttu
mig fá blaðið, elskan mín.“
Frú Bisbee fékk blaðið hjá
dótturinni og leit yfir það.
„Það er sem ég segi,“ tautaði
hún, „þetta er meiri drósin.“
Hérna stendur, að meðan Begg
var í Honolulu með veslings
konunni sinni, hafi prinsessan
verið að daðra við hóp af gift-
um mönnum. Það er fullyrt, að
ungur liðsforingi hafi framið
sjálfsmorð hennar vegna og að