Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 93

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 93
PRINSESSAN HANS BISBEE 91 nam staðar á skiptistöð nokkr- um stundum seinna, þarna hafði fyrrum verið spönsk ný- lenda, en nú bar þar mest á Indíánum í litklæðum, sem seldu körfur, leirmuni og ódýrt skraut. Það var búist við að biðin yrði löng, og því flýttu farþeg- arnir sér út úr vögnunum. Bis- bee, sem var farinn að óttast að fjarvera dökkklæddu kon- unnar stafaði af slysninni með uugað, varð ákaflega glaður þegar hann sá hana ganga eft- ir brautarpallinum. ,,Ég hef legið fyrir og lesið,“ sagði hún þegar hann kom til hennar. Þau gengu um og horfðu á Indíánana, sem sátu á hækjum sínum með varninginn fyrir framan sig. Loks rákust þau á ljósmyndara, og hjá honum stóð Navajo-höfðingi, sem bauðst til að láta taka myndir af sér með gestunum. Ljós- myndarinn fullyrti að mynd- irnar yrðu tilbúnar áður en lestin færi. „Komið.“ Hún tók sér stöðu við hlið- ina á gamla höfðingjanum og benti Bisbee að koma til sín. Að vísu taldi Bisbee það ósamboðið virðingu sinni að láta ljósmynda sig með Indí- ána, en hún neyddi hann til þess. Hann færði sig til Indí- ánans, þandi út brjóstið, þrýsti hökunni niður í harða flibbann og starði á ljósmyndavélina. En höfðinginn ruglaði hann í ríminu með því að rétta fram höndina. Bisbee lézt í fyrstu ekki sjá hana, en Indíáninn þreif í handlegg hans og muldr- aði eitthvað. Bisbee var í slæmri klípu. Hann færði sig ofurlítið aftur á bak og hristi höfuðið. Hún hlaut að hafa haft gam- an af uppátæki Indíánans, því að hún fór að skellihlæja, og hlátur hennar var svo óþving- aður og eðlilegur, að Bisbee gat ekki varizt brosi. Meðan þau biðu eftir mynd- unum, fóru þau inn í verzlun í nágrenninu. Konan keypti nokkrar fléttaðar körfur, leir- krukkur og hálsfesti. Þetta var allt sett í einn böggul og Bis- bee hélt á honum. Þegar þau komu aftur til ljósmyndarans, sá Bisbee að hann var hlæjandi á myndinni. Myndin hafði heppnast vel, hann og konan horfðu hlæjandi hvort á annað. Hlátur hennar var fallegur, það sást í mjall- hvítar tennurnar og augu henn- ar ljómuðu. „Þér verðið að skrifa nafn- ið yðar á myndina mína,“ sagði Bisbee, þegar hann fylgdi henni aftur til klefans á fyrsta far- rými. Það var sýnilegt að aldr- aða konan var þerna hennar, því að hún tók við bögglinum og hvarf inn í næsta klefa. Það hlaut að kosta mikið að ferð- ast á þennan hátt, hugsaði Bisbee með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.