Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 89
PRINSESSAN HANS BISBEE
87
„Ef yður langar að rejkja,
þá gerið það fyrir alla muni.
Ég hef ekki minnstu óþægindi
af reyknum."
„Þakka yður fyrir, frú,“
sagði Bisbee. „Þúsund þakkir.“
Þegar hann var búinn að
kveikja í vindlinum, fór hann
að velta því fyrir sér, hvort
það væri ókurteisi að halda
samtalinu áfram. En meðan
hann var að þessum vangavelt-
um, varð þögnin á milli þeirra
að hyldýpi, sem ógerlegt var
að brúa. En rétt á eftir sá hann
að konan laut allt í einu niður.
Það var auðsjáanlega eitthvað
að henni. Hún nuddaði augað
með vasaklút.
„Nuddið ekki!“ sagði Bisbee.
„Reynið að draga efra augna-
lokið yfir það neðra.“
„Ég gerði það. Það versn-
aði.“
„Ef þér lofið mér að líta á
augað, frú, þá get ég ef til vill
hjálpað yður.“
Hún sneri sér að honum með
blinduðu auganu. Hann dró
af sér hanzkana og lyfti augna-
lokinu með því að taka í löng
augnhárin.
„Horfið niður á nefbrodd-
inn ... Já, hérna er þetta.
Má ég fá vasaklútinn yðar lán-
aðan . . . þakka yður fyrir.
Jæja. Þá er þetta búið.“
Hún deplaði augunum var-
lega.
„Sársaukinn hverfur rétt
strax,“ sagði hann. „Vætið bara
augað með einhverju mýkjandi!
Eigið þér nokkuð þess háttar?“
„Eg veit það ekki.“
„Ég skal hjálpa yður um
sáravatn, sem ég ber á mig eftir
rakstur.“
Hún brosti til hans.
„Þér eruð mjög vingjarnleg-
ur.“
„Ég skal sækja sáravatnið,"
sagði Bisbee. En hún aftraði
honum og sagði að sér liði bet-
ur í auganu. „Eruð þér lækn-
ir?“ spurði hún.
„Nei, ég er gimsteinasali.
Það er gleraugnadeild í fyrir-
tækinu okkar. Fólk kemur til
okkar þegar eitthvað fer upp
í augað á því.“
„Ég var sannarlega heppin.“
„Það er skrítið hve stórt
manni finnst rykkornið verða
þegar maður fær það upp í
augað,“ sagði hann. Hann
þagnaði og fór að hugsa um að
þessi skæru augu væru við-
kvæmari fyrir sársauka en augu
konu hans. Hann hélt áfram:
„Þér munduð ekki trúa mér
ef ég segði yður hve margt
fólk leitar til okkar, einkum
vor og haust, þegar storma-
samt er. Ekki svo að skilja að
bærinn okkar sá óhreinlegri en
aðrir — það megið þér alls ekki
halda — en það er mikið af
verksmiðjum hjá okkur og
talsverður kolareykur.“
„Það er mikið um verksmiðj-
ur og kolareyk í borgunum
ykkar,“ sagði hún.
„Eruð þér útlendingur?"