Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
betur,“ sagði Bisbee og sló í
borðið með flötum lófanum.
„Mér er kunnugt um eitt til-
felli, þar sem þeir hafa birt
þvætting og lygi um ákveðna
persónu."
Svo var þögn. Bisbee létti
einkennilega, þegar Charley fór
skömmu seinna. Hann ýtti aft-
ur hurðinni, þreif blaðið og fór
að lesa það sem sagt var um
prinsessuna. Hann las með vax-
andi gremju það sem hann hafði
ekki fengið að heyra kvöldið
áður.
,,Þorparar!“ hvæsti hann, reif
blaðið í tætlur og kastaði þeim
í pappírskörfuna.
#
Hann var vanur að snæða há-
degisverð með fáeinum starfs-
bræðrum sínum við stóra borð-
ið í New Mervin House. Þeg-
ar hann kom um tólfleytið, var
honum tekið með miklum fögn-
uði. Þegar menn höfðu beðið
um það sem þeir óskuðu, hóf-
ust samræður. Gus Markles
kallaði til Bisbees þvert yfir
borðið:
„Jæja, Bisbee, nú verður þú
að segja okkur alla söguna af
prinsessunni þinni!“
Bisbee vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð. „Ég veit ekki hvað
þú átt við, Gus,“ stamaði hann
að lokum.
„Engin látalæti. Játaðu bara.
Þú ert ekki heima hjá þér
núna, þú ert í vinahópi. Út með
það og hættu að roðna!“
„Sannleikurinn er sá, að ég
hef ekkert að segja . . .“
„Hún jós yfir þig gimstein-
um, eftir því sem ég hef heyrt,“
sagði Gus.
„Það er ekki satt. Hún sendi
bara dóttur minni lítið, laglegt
armband. Það var allt og sumt.“
Gus gaut augunum til fé-
iaga sinna. „Þú kannt að segja
sögu, kvennabósinn þinn!“
Það var hlegið dátt, en Bis-
bee til ólýsanlegs léttis fóru
menn brátt að tala um annað.
Þegar máltíðinni var lokið
varð Bisbee samferða Gus út.
„Hvar fréttir þú þetta?“
spurði Bisbee kæruleysislega.
„Það var smáfugl, sem söng
það í eyrað á mér.“
Bisbee var kominn á fremsta
hlunn með að biðja hann að
minnast ekki á málið framar,
en ákvað svo að segja ekki
neitt. Ef Gus yrði þess var,
að hann tæki þetta nærri sér,
myndi hann versna um allan
helming. Gus gerði gys að öll-
um, en það tók enginn mark á
honum.
Smáfuglinn hafði sýnilega
ekki verið aðgerðarlaus. Seinna
um daginn kom Anne Prall,
skólasystir Stellu, í heimsókn
til Bisbees. „Ef ég væri ekki
svona mikill vinur ykkar,“ sagði
hún, þegar búið var að loka
dyrunum, „þá mundi ég ekki
minnast á þetta.“ Það sem hún
átti við var afbökuð útgáfa af
prinsessusögunni, og erindi
hennar var að láta hann vita,