Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
1 fyrsta ofboðinu hleypur hann
upp á loft. En hann sér brátt,
að tilgangslaust er að reyna að
finna felustað og ekki er heldur
hægt að flýja eftir húsþökun-
um. Lorca er eins og mús í
gildru og er tekinn til fanga.
Það var ekki Guardia Civil,
Borgaravarðliðið, sem kom til
að ná hefndum yfir Lorca fyrir
hin sárbeittu ádeilukvæði hans
um svörtu riddarana með ,,haus-
kúpur úr blýi,“ þessa varðmenn
hinnar svörtu sálar Spánar —
eins og Barea kallar þá — sem
höfðu það hlutverk að bera
byssur fyrir kúgarana og
drepa Spánverja. Það var held-
ur ekki sjálf falangistasveitin,
heldur Esquada negra, svarta
riddaraliðssveitin. Foringi þessa
ofbeldisflokks í Granada, sem
allsstaðar framdi verstu níðings-
verkin í þágu fasistanna, var
maður að nafni Ramón Ruiz Al-
onso, sem var fulltrúi kaþólska
flokksins á þingi. Hann hafði
nokkrum dögum áður setið í
kaffihúsi ásamt nokkrum
flokksbræðrum, þegar frétt
barst um, að rauðliðar í Madrid
hefðu myrt kaþólska leikrita-
skáldið Benavente. Fréttin var
fölsuð, en hún bar tilætlaðan
árangur. Sagt er, að Alonso hafi
sagt þegar hann heyrði hana:
,,Við eigum þó alltaf Lorca til
góða . . “ Og þennan morgun,
þegar Lorca var handtekinn,
hafði hann forustu um handtök-
una.
Hann vildi bersýnilega ekki
eiga neitt á hættu. Það sem
segir í hinu fræga kvæði Macha-
dos, að Lorca hafi sézt „ganga
milli vopnaðra lögreglumanna
eftir löngu strætinu" er ekki alls
kostar rétt. Alonso lét aka hon-
um í lokuðum vagni og undir
strangri gæzlu út úr borginni.
Fréttin um handtökuna barst
eins og eldur í sinu um alla borg-
ina. Margir urðu sárir og reiðir
og studdu þá Rosalesbræður,
sem án tillits til eigin öryggis
gerðu allt, sem þeir gátu til
þess að fá Escuada negra til
að þyrma lífi vinar síns og sam-
borgara og mesta skálds þjóð-
arinnar. En fortölur þeirra
bræðra hrinu ekki á þessum of-
stækisfullu erkióvinum, sem
Lorca hafði skapað sár með allri
afstöðu sinni. Örlög hans voru
ráðin daginn sem honum var
ekið til smábæjarins Viznar.
Þar hafði aftökunefnd falang-
ista bækistöð í húsi, er þekkt
var orðið undir nafninu La Co-
lonia, sem funda- og danshús
fyrir ungfasista á þessum slóð-
um. Og þar, rétt fyrir utan bæ-
inn, var malargryfja, svokölluð
barranco, þar sem lík 5000
verkamanna frá Granada höfðu
þegar verið husluð í fjöldagröf.
I dögun hinn 19. ágúst gekk
Lorca inn í þetta mikla, átak-
anlega bræðralag píslarvott-
anna.
"C'FTIR leyndum krókaleiðum
hefur tekizt að fá áreiðan-
lega lýsingu á ævilokum Lorca.