Úrval - 01.04.1955, Page 34

Úrval - 01.04.1955, Page 34
32 ÚRVAL 1 fyrsta ofboðinu hleypur hann upp á loft. En hann sér brátt, að tilgangslaust er að reyna að finna felustað og ekki er heldur hægt að flýja eftir húsþökun- um. Lorca er eins og mús í gildru og er tekinn til fanga. Það var ekki Guardia Civil, Borgaravarðliðið, sem kom til að ná hefndum yfir Lorca fyrir hin sárbeittu ádeilukvæði hans um svörtu riddarana með ,,haus- kúpur úr blýi,“ þessa varðmenn hinnar svörtu sálar Spánar — eins og Barea kallar þá — sem höfðu það hlutverk að bera byssur fyrir kúgarana og drepa Spánverja. Það var held- ur ekki sjálf falangistasveitin, heldur Esquada negra, svarta riddaraliðssveitin. Foringi þessa ofbeldisflokks í Granada, sem allsstaðar framdi verstu níðings- verkin í þágu fasistanna, var maður að nafni Ramón Ruiz Al- onso, sem var fulltrúi kaþólska flokksins á þingi. Hann hafði nokkrum dögum áður setið í kaffihúsi ásamt nokkrum flokksbræðrum, þegar frétt barst um, að rauðliðar í Madrid hefðu myrt kaþólska leikrita- skáldið Benavente. Fréttin var fölsuð, en hún bar tilætlaðan árangur. Sagt er, að Alonso hafi sagt þegar hann heyrði hana: ,,Við eigum þó alltaf Lorca til góða . . “ Og þennan morgun, þegar Lorca var handtekinn, hafði hann forustu um handtök- una. Hann vildi bersýnilega ekki eiga neitt á hættu. Það sem segir í hinu fræga kvæði Macha- dos, að Lorca hafi sézt „ganga milli vopnaðra lögreglumanna eftir löngu strætinu" er ekki alls kostar rétt. Alonso lét aka hon- um í lokuðum vagni og undir strangri gæzlu út úr borginni. Fréttin um handtökuna barst eins og eldur í sinu um alla borg- ina. Margir urðu sárir og reiðir og studdu þá Rosalesbræður, sem án tillits til eigin öryggis gerðu allt, sem þeir gátu til þess að fá Escuada negra til að þyrma lífi vinar síns og sam- borgara og mesta skálds þjóð- arinnar. En fortölur þeirra bræðra hrinu ekki á þessum of- stækisfullu erkióvinum, sem Lorca hafði skapað sár með allri afstöðu sinni. Örlög hans voru ráðin daginn sem honum var ekið til smábæjarins Viznar. Þar hafði aftökunefnd falang- ista bækistöð í húsi, er þekkt var orðið undir nafninu La Co- lonia, sem funda- og danshús fyrir ungfasista á þessum slóð- um. Og þar, rétt fyrir utan bæ- inn, var malargryfja, svokölluð barranco, þar sem lík 5000 verkamanna frá Granada höfðu þegar verið husluð í fjöldagröf. I dögun hinn 19. ágúst gekk Lorca inn í þetta mikla, átak- anlega bræðralag píslarvott- anna. "C'FTIR leyndum krókaleiðum hefur tekizt að fá áreiðan- lega lýsingu á ævilokum Lorca.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.