Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 20

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL fram 500 manns til næstu tungl- farar. Margir vísindamenn hafa fús- lega játa, að þeir eigi hugmynd- um hans mikið að þakka. Þegar Byrd flotaforingi kom úr flugi sínu yfir Norðurpólinn, sagði hann að Jules Verne hefði verið leiðsögumaður sinn. Simon Lake, sá sem smíðaði fyrsta kaf- bátinn, byrjaði sjálfsævisögu sína með þessum orðum: „Jul- es Verne var framkvæmdastjóri lífs míns“. Auguste Piccard, sem kannað hefur háloftin í loft- belg og djúp hafsins í stálkúlu, Marconi, sá sem fann upp út- varpið — þessir tveir menn og margir fleiri hafa viðurkennt, að það hafi verið Jules Verne, sem vakti þá til umhugsunar. Lyautey, marskálkur, hinn kunni landsstjóri Frakka í Mar- okkó, sagði eitt sinn á þingfundi í París, að nútímavísindi væru ekki fólgin í öðru en því, að hrinda í framkvæmd hugmynd- um Jules Verne, sem hann segði frá í bókum sínum. Verne lifði það að sjá margar hugmyndir sínar verða að veru- leika. Það fannst honum ekki tiltökumál. ,,Það sem einn mað- ur getur ímyndað sér,“ sagði hann, „getur annar fram- kvæmt.“ Þegar Verne fæddist, í nánd við borgina Nantes, árið 1828, var Napóleon nýdáinn; Welling- ton var forsætisráðherra í Eng- landi; fyrsta járnbrautin var að- eins fimm ára gömul; gufuskip, sem fóru yfir Atlantshaf, not- uðu enn segl til viðbótar vélum sínum. Faðir Jules var lögfræðingur og fyrir þrábeiðni hans fór Jul- es til Parísar 18 ára gamall til lögfræðináms. En hann hafði meiri áhuga á ljóða- og leikrita- gerð. Hann var orðheppinn, ó- fyrirleitinn og kærulaus. Eitt sinn var hann boðinn til veizlu; honum leiddist, fór án þess að kveðja og renndi sér niður stigahandriðið. Þegar nið- ur kom, lenti hann á ístru herramanns, sem var á leið upp. Jules sagði það fyrsta sem hon- um flaug í hug. „Eruð þér bú- inn að borða kvöldverð, herra?“ spurði hann. Maðurinn játti því — kvaðst hafa borðað gómsæta eggja- köku, búna til eins og í Nantes. „Uss!“ sagði Verne, „það getur enginn í París!“ „Getið þér það?“ spurði ístru. maginn. „Auðvitað — ég er frá Nan- tes,“ sagði Jules. „Ágætt, komið þá til kvöld- verðar til mín næsta miðviku- dag — og búið til fyrir mig eggjaköku." Þetta var upphafið að vináttu Jules og höfundar Greifans af Monte Christo. Kynni Vernes af Alexandre Dumas glæddu hjá honum löngunina til að skrifa. Þeir skrifuðu í sameiningu leik- rit, sem hlaut allgóðar viðtökur. Og fyrir hvatningsorð eldra starfsbróður síns ákvað hann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.