Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
fram 500 manns til næstu tungl-
farar.
Margir vísindamenn hafa fús-
lega játa, að þeir eigi hugmynd-
um hans mikið að þakka. Þegar
Byrd flotaforingi kom úr flugi
sínu yfir Norðurpólinn, sagði
hann að Jules Verne hefði verið
leiðsögumaður sinn. Simon
Lake, sá sem smíðaði fyrsta kaf-
bátinn, byrjaði sjálfsævisögu
sína með þessum orðum: „Jul-
es Verne var framkvæmdastjóri
lífs míns“. Auguste Piccard,
sem kannað hefur háloftin í loft-
belg og djúp hafsins í stálkúlu,
Marconi, sá sem fann upp út-
varpið — þessir tveir menn og
margir fleiri hafa viðurkennt,
að það hafi verið Jules Verne,
sem vakti þá til umhugsunar.
Lyautey, marskálkur, hinn
kunni landsstjóri Frakka í Mar-
okkó, sagði eitt sinn á þingfundi
í París, að nútímavísindi væru
ekki fólgin í öðru en því, að
hrinda í framkvæmd hugmynd-
um Jules Verne, sem hann segði
frá í bókum sínum.
Verne lifði það að sjá margar
hugmyndir sínar verða að veru-
leika. Það fannst honum ekki
tiltökumál. ,,Það sem einn mað-
ur getur ímyndað sér,“ sagði
hann, „getur annar fram-
kvæmt.“
Þegar Verne fæddist, í nánd
við borgina Nantes, árið 1828,
var Napóleon nýdáinn; Welling-
ton var forsætisráðherra í Eng-
landi; fyrsta járnbrautin var að-
eins fimm ára gömul; gufuskip,
sem fóru yfir Atlantshaf, not-
uðu enn segl til viðbótar vélum
sínum.
Faðir Jules var lögfræðingur
og fyrir þrábeiðni hans fór Jul-
es til Parísar 18 ára gamall til
lögfræðináms. En hann hafði
meiri áhuga á ljóða- og leikrita-
gerð. Hann var orðheppinn, ó-
fyrirleitinn og kærulaus.
Eitt sinn var hann boðinn til
veizlu; honum leiddist, fór án
þess að kveðja og renndi sér
niður stigahandriðið. Þegar nið-
ur kom, lenti hann á ístru
herramanns, sem var á leið upp.
Jules sagði það fyrsta sem hon-
um flaug í hug. „Eruð þér bú-
inn að borða kvöldverð, herra?“
spurði hann.
Maðurinn játti því — kvaðst
hafa borðað gómsæta eggja-
köku, búna til eins og í Nantes.
„Uss!“ sagði Verne, „það
getur enginn í París!“
„Getið þér það?“ spurði ístru.
maginn.
„Auðvitað — ég er frá Nan-
tes,“ sagði Jules.
„Ágætt, komið þá til kvöld-
verðar til mín næsta miðviku-
dag — og búið til fyrir mig
eggjaköku."
Þetta var upphafið að vináttu
Jules og höfundar Greifans af
Monte Christo. Kynni Vernes
af Alexandre Dumas glæddu hjá
honum löngunina til að skrifa.
Þeir skrifuðu í sameiningu leik-
rit, sem hlaut allgóðar viðtökur.
Og fyrir hvatningsorð eldra
starfsbróður síns ákvað hann að