Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 40
38
■Crval
jarðlíf eftir jarðlíf ýtir sálinni
áfram að marki sínu, fullkom-
leikanum.
Sérhver athöfn er orsök. Með-
an orsök er til munu einnig
verða til áhrif, og þau áhrif
ákvarðast af orsökinni. Þetta er
kenning karma. Frá fyrsta vísi
sínum þokar hið einstaklings-
bundna líf sér með erfiðismun-
um upp á æðri tilverustig til
þess að ná marki sínu, á sama
hátt og fljótið þokar sér áfram
frá upptökum sínum til sjávar,
þrátt fyrir allar hindranir sem
á vegi þess verða.
Búdda boðaði: Það er ekki
þjáningin sem er í tilverunni,
heldur er þjáningin sjálf tilver-
an. Sásem vill losna við þjáning-
una, verður að komast út úr
tilverunni, sem ekki er annað en
sjónhverfing. Upphaf þjáning-
arinnar er í girndinni. Þaðan
sprettur athöfnin, sem getur
búið yfir svo miklum sveiflu-
krafti að hún komi ekki aftur til
upphafs síns fyrr en í öðru jarð-
lífi. Og þá, þegar maðurinn upp-
sker svo sem til var sáð, undr-
ast hann hversvegna örlögin eru
honum svo grimm, því að hann
skilur ekki að hann er sjálfur
örlög sín, smiður sinnar eigin
gæfu eða ógæfu. I Prédikaran-
um (8-11.) segir svo um þetta:
,,Af því að dómi yfir verkum
illskunnar er ekki fullnægt þeg-
ar í stað, þá svellur mönnum
móður til að gera það, sem illt
er.“
Persónuleikinn, eins og við
skiljum hann, verður því að
hverfa. Hér á Vesturlöndum
skilgreina menn oft nirvana sem
afmáun, en sá skilningur er
rangur. Hið verandi er ekki
hægt að afmá, aðeins hið verð-
andi. Eins og ekki getur horfið
agnarögn af efninu— hvert ætti
það að fara— þannig getur ekki
agnarögn af lífi alheimsins
horfið. Það getur horfið í tíma-
bundinni mynd sinni, en aðeins
til þess að taka á sig aðra mynd
á sama hátt og snjókornið sem
bráðnar sameinast öðrum
bráðnandi snjókornum og verð-
ur að því vatni, sem það upp-
runalega varð til úr.
Ötta Vesturlandabúans við
dauðann þekkir Búddatrúar-
maðurinn ekki. Hann viður-
kennir veruleik dauðans og leit-
ast djarfhuga við að komast
að baki hans til þess að sann-
reyna hvað bíður sálarinnar
fyrir handan. Sumir lamar hafa
gert það að sérgrein sinni að
„ferðast“ yfir um og koma aft-
ur til efnislífsins til þess að
skýra frá því sem þeir hafa
séð og reynt. Með leyndardóms-
fullri aðferð, kumbhack, losa
þeir í dái sálina frá líkamanum
og fara í könnunarleiðangur
inn í hið óþekkta. I þessu dá-
stjarfa ástandi, sem getur var-
að dögum eða mánuðum sam-
an, stöðvast blóðrás, hjartslátt-
ur og andardráttur. Þetta
hljómar eins og fjarstæða, en
eigi að síður hafa evrópskir
vísindamenn sannreynt þetta