Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
mál og unaðsleg lýrikk. Þessi
trílógía um konuna er svo lífi-
mögnuð, að fáum hefur auðnazt
að skapa slík verk síðan Euri-
pídes leiddi Medeu, hina fyrstu
stórbrotnu kvenpersónu leik-
bókmenntanna, fram á svið
heimsbókmenntanna. Þegar
Lorca dó hafði hann losað skáld-
skap sinn úr viðjum óþarfa
orðskrúðs og mælgi og stóð mitt
í örum þroska í átt til hinnar
brosandi alvöru, sem heimspek-
ingurinn Seneca taldi hið full-
komna tjáningarform. Hin djúp-
rætta, átakanlega hneigð hans
til að fjalla um þjáningu, blóð
og dauða í verkum sínum var
í senn arfur og feigðarboði.
Hann var fæddur í gömlu Mára-
héraði, faðir hans var bóndi,
móðir hans kennslukona. í
bernsku var hann lengi lamaður
af völdum alvarlegs sjúkdóms,
sem fyrirmunaði honum að um-
gangast önnur börn — seinna
varð líf hans ástríðufull þrá
eftir nánu samlífi við með-
bræður sína. Skáldskapur hans
var ákall um óttalausan dauða.
UM nánari atvik að morðinu
á Lorca er það eitt vitað
með vissu, að hann var myrtur
í dögun. Um það skrifar Arturo
Barea í bók sinni um Lorca
(1947): „En hvernig gat hin
ævilanga barátta hans við dauð-
ann endað, ef ekki á þann hátt,
að hann mætti dauðanum ótta-
laus?“ Einræðisherrum er jafn-
an lítið gefið um skáld. Þáver-
andi formaður Alþjóðarithöf-
undafélagsins (P.E.N.-klúbbs-
ins), H. G. Wells, sendi Franco
skeyti út af morðinu, en Franco
svaraði og kvaðst ekkert vita
um málið. Á ýmsan annan hátt
var gerð tilraun til að hylma
yfir ódæðið og morðingjarnir
sjálfir hafa haft vit á að þegja.
Ekki hefur heldur verið auðvelt
að finna sjónarvotta. Þó hafa
eftirgrennslanir, bæði af hendi
Englendinga og Frakka, leitt
svo margt í ljós, að unnt er
að gera sér allglögga grein fyrir
nánari atvikum þessa ódæðis,
sem varpaði blóðskugga yfir alla
Evrópu.
SUMARIÐ 1936 var Lorca
staddur í Madrid. Hann var
kominn þangað til að undirbúa
ferðalag til hins spænskumæl-
andi hluta Ameríku, sem áður
hafði tekið honum opnum örm-
um. Tvö undanfarin ár höfðu
verið ömurleg og full ókyrrðar.
Óeirðir í Astúríu höfðu kostað
fjölda námuverkamanna líf og
heilsu, og þetta heita sumar
var mönnum heitara í blóði en
nokkru sinni fyrr — allsstaðar
kraumaði og vall, og Lorca
fannst það brátt knýjandi nauð-
syn að hætta við ferðalag sitt.
Forsetinn, Manuel Azana, og
ráðherrar hans börðust örvænt-
ingarfullri baráttu til að halda
uppi ró og reglu, en ástandið í
innanríkismálum fór hríðversn-
andi. Hinn byltingarsinnaði arm-
ur lýðræðissinna og hinir ka-