Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 99

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 99
PRINSESSAN HANS BISBEE 97 gjöf til þín frá ákveðinni per- sónu.“ Pálína tók armbandið upp og athugaði það vandlega. „Dettur þér í hug, að mig langi til að bera svona dót?“ „Já. Þegar þú veizt frá hverjum það er.“ „Ég býst við að hertoginn af Edinborg hafi verið á fund- inum,“ sagði konan þurrlega. Bisbee skemmti sér ágætlega. „Ágizkun þín er kannski ekki svo fráleit.“ En frú Bisbee hlustaði ekki á hann. „Ég vil ekki sjá þetta rusl hérna,“ sagði hún. „Við sjáum til. Við sjáum til,“ muldraði Bisbee í barm sér, íbygginn á svip. „Láttu það koma, pabbi,“ sagði Pálína. „Hver er hún þessi síðasta sem hefur fallið fyrir töfrum þínum.“ „Ja, hvað mundir þú segja, ef það væri til dæmis prinsessa, sem hefur sent þér gjafirnar?“ „Prinsessa!" hreytti Pálína út úr sér og lagði armbandið á borðið. „Eitt svoleiðis kvendi spáði fyrir mér í samkvæmi í vikunni sem leið. Hún var óhrein undir nöglunum og hafði hengt á sig ósköpin öll af svona dóti.“ „Ég á ekki við neina sigauna- prinsessu,11 sagði Bisbee, „held- ur raunverulega prinsessu, ósvikna hefðarkonu. Perluháls- festin hennar var svo dýrmæt að samanborið við hana er festi Alice Murchison hreinasta skítti!“ „Faðir þinn hefur séð of margar kvikmyndir,“ sagði frú Bisbee. „Þeim hefur slegið inn.“ „Jæja, svo að þið ætlið að taka þessu svona,“ sagði hann gramur. „Þá skal ég segja ykk- ur að hún var raunveruleg prinsessa, og að hún var þar að auki falleg. Við töluðum sam- an í þrjá daga, og við . . .“ „Ég þykist svo sem vita að þú hafir ekki legið á liði þínu,“ sagði kona hans. „Þú hefur víst ekki gleymt að sýna henni greinarstúfinn, sem þú borg- aðir Daily Sentinel fimmtíu dollara fyrir að birta.“ „Þú getur verið viss um að ég gerði það. Og ég get bætt því við, að hún hafði miklu meiri áhuga á greininni en sum- ar persónur sem ég þekki. Hennar tign er enginn heimsk- ingi.“ „Plennar tign? Hvað ertu að segja?“ Pálína horfði forvitn- islega á hann. „Attu við að þú hafir klófest raunverulega prinsessu ?“ „Ég mótmæli svona orð- bragði,“ sagði Bisbee með þykkju. Pálína sneri sér að móður sinni: „Ég er hrædd um að pabbi hafi lent í klónum á ein- hverri dækju,“ sagði hún eins og faðir hennar væri hvergi nærri. Áður en Bisbee gat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.