Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 37
KÓKA
35
hæð, sem ella væri þeim ofraun
án súrefnistækja. Fróðlegt er
að sjá, að hinir spænsku sigur-
vegarar gerðu sér ljóst, að Ind-
íánar þurftu nauðsynlega að fá
kóka til þess að afköst þeirra
við erfiðisvinnu yrðu góð, og
þessvegna létu þeir verkamenn
sína fá daglegan skammt af
kókablöðum. Jafnvel enn í dag
kemur það oft fyrir, að Quecha-
Indíánar í atvinnuleit ráða sig
ekki til vinnu nema þeim sé,
auk launanna, séð fyrir nægi-
legu kóka. Þegar Indíánarnir
vinna erfiðisvinnu eða eru á
ferðalögum, taka þeir sér hvíld-
ir með vissu millibili til að
tyggja kókablöð. Áhrif einnar
kókatuggu vara í 4 klukkutíma.
Indíánarnir kalla hana mam-
beo; fyrsta mambeo er í dögun
og síðan er deginum skipt í
þrjár mambeo með 4 tíma milli-
bili. Sem dæmi um það hve
ríkur þessi siður er má nefna,
að Indíánarnir í Perú mæla oft-
ar vegalengdir 1 caccada en í
mílum. Ein caccada er sú vega-
lengd sem maður gengur á
milli tveggja mambeo. Konur
tyggja einnig kóka, og þó að
flestir byrji ekki á kókaneyzlu
fyrr en tíu ára, er það ekki
fátítt, að mæður stingi kóka-
blaði upp í grátandi ungbarn
sitt til að róa það.
Kókarunninn er ræktaður í
bröttum hlíðum Andesfjallanna
í stöllum, sem gerðir eru með
grjóthleðslum. Fræinu er sáð í
rakar rennur og er nýgræð-
ingnum skýlt með pálmalaufi
fyrir sól og regni. Þegar plönt-
urnar hafa náð nægilegum
þroska er þeim plantað út. Á
öðru eða þriðja ári fæst af þeim
fyrsta uppskeran, og upp frá
því er laufið lesið af þeim í
hvert skipti sem það hefur náð
fullum þroska. Það getur, við
hagstæð skilyrði, orðið þriðja
hvern mánuð þangað til runn-
inn er orðinn 40 ára. Milli þess
sem blöðin eru lesin þarf ekk-
ert að hugsa um runnana. En
þegar uppskerutíminn nálgast
halda kókaræktendurnir, sem
búa í fjallaþorpunum rétt of-
an við þokulínuna, til garða
sinna og eru þar í viku að tína
kókablöð. í Suður-Perú má oft
sjá heilar fjölskyldur með eld-
húsáhöld og múlasna eða lama-
dýr og hund á leið til kóka-
garða sinna, og þó að oft sé
þetta 2 eða 3 daga ferð um
vonda vegi lítur fólkið á
þessa uppskeruleiðangra sem
skemmtiferðir.
Uppskeran fer fram á þann
hátt, að blöðin eru slitin af
með höndunum og látin í TLyclla,
ullarsjal, sem allar konur bera.
Þegar sjalið er orðið fullt er
hellt úr því á þurrkreitinn, sem
er steinlagður. Þar eru blöðin
breidd og látin þorna í sólinni.
Eftir að þau eru orðin þurr eru
þau pressuð saman í aflanga
bagga, sem hver vegur 25 pund,
og þannig eru blöðin seld.
Kókaneyzla hefur, á sama
hátt og tóbaksreykingar, verið
5*