Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 72
Barátían við Elli kerlingur er enn
sem fyrr mjög’ á dagskrá.
Draumurinn um langt Uf»
Grein úr „Vi Vet“,
eftir dr. med. Torben Geiif, yfirlækni.
MEÐALALDUR mannsins
hefur hækkað á liðnum öld-
um. I fornöld virðist hann hafa
verið 20—30 ár, og hann hélt
áfram að vera lágur alveg fram
í byrjun 19. aldar. Þá byrjar
hann að hækka, og stígur jafnt
og þétt fram að aldamótunum
1900, en þá er hann orðinn 50
ár. Síðastliðinn aldarhelming
hefur hækkunin verið ótrúlega
mikil, og er meðalaldurinn nú
orðinn 70 ár — kvenna lítið
eitt hærri en karla. Orsök þess-
arar miklu breytingar er að
finna í stórbættu hreinlæti og
almennri heilsuvernd, barátt-
unni gegn farsóttum, berkla-
veiki og ungbarnadauða. Eink-
um hafa framfarirnar innan
læknavísindanna á síðustu ára-
tugum, svo sem notkun insúlíns
gegn sykursýki, lifrarlyf ja gegn
blóðleysi, og súlfalyfja, penisill-
íns og annarra sýklalyfja, sem
og stórlækkuð dánartala skurð-
sjúklinga, stuðlað að því að
lengja meðalævina.Börn og ung-
lingar dóu áður unnvörpum,
en geta nú vænzt þess frekar
en áður að ná hárri elli. Aftur
á móti eru ekki til nægilega ör-
uggar sannanir fyrir því, að
mannsævin sem slík hafi lengzt.
Ýmsir sjúkdómar, sem einkum
sækja á roskið fólk og aldrað,
svo sem krabbamein og æða-
kölkun, setja ævilengd mannsins
takmörk. Þá fyrst þegar tekizt
hefur að sigrast á þessum sjúk-
dómum, mun hámarksaldur
mannsins hækka, ef til vill upp
í 100 ár eða meira.
Tvennskonar aldur.
Krabbamein er ekki eiginleg-
ur ellisjúkdómur, þó að hann sé
tíðari hjá rosknu fólki en ungu.
Aftur á móti er æðakölkun elli-
sjúkdómur. Þó kemur ósjaldan
fyrir, að krufning leiðir í ljós,
að hjá sumu öldruðu fólki gætir
æðakölkunar mjög lítið eða ekki,
jafnvel þótt háaldrað sé. Af
þessu er ljóst, að æðakölkun er
ekki óumflýjanleg fylgja ellinn-
ar. Að þetta fólk deyr eigi að
síður, stafar af því, að frumur
líkamans hafa takmarkaöan
starfsaldur, og að þær deyja að
lokum. Þetta fyrirbrigði í vefj-
um og líffærum er hin eiginlega
eillihrörnun. Hvort frumudauð-
inn orsakast af skorti á efnum.,