Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 36

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL roxylon coca, sem á heimkynni sitt í Perú og Bólivíu. Hann verður hálfur annar metri á hæð; blómin lítil og ljósgul, blöðin sporöskjulöguð og 4-8 sm á lengd; ilmur þeirra líkist teilm og bragðið er örlítið beiskt. Ýmis afbrigði eru til af runnanum og eru þau ræktuð í heimkynnum sínum, en auk þess í Ecuador, Kólombíu, Brasilíu, Argentínu, Vesturindíum og á Java og Ceylon. Alkaloidmagnið í blöðunum er mjög misjafnt, frá 0,36—1%, á Java hefur það komizt upp í 2,4%. I læknisfræðinni er kjarnasafi úr blöðunum notaður sem hressilyf og er hann unn- inn úr blöðunum með sherry eða öðrum heitum vínum. í Suðurameríku hafa inn- fæddir menn notað kókablöð sem nautnalyf öldum saman. Þeir tyggja þurrkuð kókablöð eftir að þau hafa verið látin liggja í kalki eða ösku af jurt- inni Qvinoa, sem er skyld bók- hveiti. Eru hnoðaðar úr þeim litlar kúlur. Meðal Indíánanna í Andesfjöllunum er tygging kókblaða jafnvel enn algengari en reykingar meðal hvítra manna. Allir karlmenn og marg- • ar konur af Quecha- og Aymara- Indíánunum (sem eru afkom- endur hinna fornu Inka) tyggja kókablöð, og svo linnulaus er þessi tygging, að kinnar á gömlum Indíánum eru oft allar úr lagi. Þegar Spánverjar komu til Perú kynntust þeir kókaneyzl- unni og í mörgum sagnfræði- ritum frá þessum tímum er tal- að um hana. En af leirkerabrot- um, sem eru mörgum öldum eldri, má ráða að kókaneyzla hafi á þeim tímum verið miklu útbreiddari meðal Indíánanna en hún er nú. Á þessum brot- um eru myndir, sem sýna t.d. hinar ofnu kókatöskur og menn með hina sérkennilegu acúlli, þ. e. kókakúlu uppi í sér úti í vinstri kinninni. Einnig hafa fundizt í gömlum gröfum í Perú kókatöskur með leifum af kókablöðum. Víða í Andesfjöll- unum eru enn notaðar þessar fögru, ofnu töskur undir kóka- blöð, sem Indíánarnir bera alltaf á sér, annað hvort yfir öxlina eða við beltið. Annarsstaðar hnoða hinir innfæddu kókablöðunum saman við maukkennt efni, sem gert er úr brenndum beinum, jurt- um eða skeljum. Þessi blanda er venjulega geymd í perulaga hylkjum, sem gerð eru úr nautshornum. Það er athyglisvert hve mik- il áhrif kókatygging hefur í þá átt að deyfa sult jafnframt því sem hún eykur mönnum þrek. Indíánar fara oft langar og erfiðar ferðir án þess að hafa með sér nokkurn mat í nesti, en þeir gleyma aldrei að taka með sér kókablöð. Þau leysa úr læðingi þá varaorku, sem nauðsynleg er til þess að Indíánarnir geti ferðast í þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.