Úrval - 01.04.1955, Síða 36
34
ÚRVAL
roxylon coca, sem á heimkynni
sitt í Perú og Bólivíu. Hann
verður hálfur annar metri á
hæð; blómin lítil og ljósgul,
blöðin sporöskjulöguð og 4-8
sm á lengd; ilmur þeirra líkist
teilm og bragðið er örlítið
beiskt. Ýmis afbrigði eru til af
runnanum og eru þau ræktuð í
heimkynnum sínum, en auk þess
í Ecuador, Kólombíu, Brasilíu,
Argentínu, Vesturindíum og á
Java og Ceylon.
Alkaloidmagnið í blöðunum er
mjög misjafnt, frá 0,36—1%,
á Java hefur það komizt upp í
2,4%. I læknisfræðinni er
kjarnasafi úr blöðunum notaður
sem hressilyf og er hann unn-
inn úr blöðunum með sherry
eða öðrum heitum vínum.
í Suðurameríku hafa inn-
fæddir menn notað kókablöð
sem nautnalyf öldum saman.
Þeir tyggja þurrkuð kókablöð
eftir að þau hafa verið látin
liggja í kalki eða ösku af jurt-
inni Qvinoa, sem er skyld bók-
hveiti. Eru hnoðaðar úr þeim
litlar kúlur. Meðal Indíánanna
í Andesfjöllunum er tygging
kókblaða jafnvel enn algengari
en reykingar meðal hvítra
manna. Allir karlmenn og marg- •
ar konur af Quecha- og Aymara-
Indíánunum (sem eru afkom-
endur hinna fornu Inka) tyggja
kókablöð, og svo linnulaus er
þessi tygging, að kinnar á
gömlum Indíánum eru oft allar
úr lagi.
Þegar Spánverjar komu til
Perú kynntust þeir kókaneyzl-
unni og í mörgum sagnfræði-
ritum frá þessum tímum er tal-
að um hana. En af leirkerabrot-
um, sem eru mörgum öldum
eldri, má ráða að kókaneyzla
hafi á þeim tímum verið miklu
útbreiddari meðal Indíánanna
en hún er nú. Á þessum brot-
um eru myndir, sem sýna t.d.
hinar ofnu kókatöskur og menn
með hina sérkennilegu acúlli,
þ. e. kókakúlu uppi í sér úti í
vinstri kinninni. Einnig hafa
fundizt í gömlum gröfum í
Perú kókatöskur með leifum af
kókablöðum. Víða í Andesfjöll-
unum eru enn notaðar þessar
fögru, ofnu töskur undir kóka-
blöð, sem Indíánarnir bera
alltaf á sér, annað hvort yfir
öxlina eða við beltið.
Annarsstaðar hnoða hinir
innfæddu kókablöðunum saman
við maukkennt efni, sem gert
er úr brenndum beinum, jurt-
um eða skeljum. Þessi blanda
er venjulega geymd í perulaga
hylkjum, sem gerð eru úr
nautshornum.
Það er athyglisvert hve mik-
il áhrif kókatygging hefur í
þá átt að deyfa sult jafnframt
því sem hún eykur mönnum
þrek. Indíánar fara oft langar
og erfiðar ferðir án þess að
hafa með sér nokkurn mat í
nesti, en þeir gleyma aldrei að
taka með sér kókablöð. Þau
leysa úr læðingi þá varaorku,
sem nauðsynleg er til þess að
Indíánarnir geti ferðast í þeirri