Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
hún orðin uggvænlega áberandi.
Fólk kann að vera hreinlegra,
snyrtilegra og jafnvel hóglátara
en áður var títt, en það virðist
einnig vera heimskara, innan-
tómara, eins og skapfestan sé
tekin að þverra. Þjóðfélagið get-
ur boðið okkur undur og dá-
semdir tæknilegra framfara, en
mistekizt þó herfilega, af því að
þar býr fólk, sem er að glata
áhuganum, ímyndunaraflinu,
gleðinni og lotningunni, en er
fullt leiðinda og drunga og lifir
meira eftir lunderni þræls en
frjálsborins manns. í þessu, í
þróun allra þessara verkfæra
valdsins, sem ógna sjálfu mann-
gildinu, er hættan fólgin. Við
verðum að horfast í augu við
hana, meðan skyn okkar er enn
nógu glöggt til að þekkja hana.
Að lokum vil ég biðja ykk-
ur að minnast þess, að ætlun
mín var ekki að bregða upp full-
kominni, alhliða mynd af nútíð-
inni. Öldin okkar ber í skauti
sínu margt, sem nýstárlegt er
og gott. Ég hefi af ásettu ráði
dvalið við þá þætti hennar, sem
hætta stafar af. Við gerum okk-
ur ekki þær grillur að halda,
að við séum fórnarlömb ein-
hverra samsærisafla, einhverra
vondra manna, sem sökina eiga.
Það er vélaverk valdsins, sem
komið er út í öfgar, og það svo
mjög, að ýmsir ágætir menn
hafa alveg sokkið á kaf í hið
flókna skipulag, og hafa þar af
leiðandi gleymt því, að það er
skipulagið, sem á að þjóna
manninum. Þeir eru nú svo önn-
um kafnir við að prófa, mæla
og sundurgreina baðvatnið, að
þeir muna ekki eftir því, að þeir
hentu barninu út um gluggann.
Mildum stjórnleysingjum er
bæði ljúft og skylt að minna
menn á þvílík glappaskot.
S, B. þýddi.
. . . 1 ÞETTA SKIPTI.
Á farþegaskipinu var roskinn háseti, sem stundum var úfinn
í skapi og var þá lítið gefinn fyrir aö snyrta orð sín. Einu sinni
var öldruð etaðsráðsfrú fai'þegi með skipinu. Hún kom upp i
brúna og gaf sig á tal við hinn aldna háseta, sem stóð þar
við stýrið. Hásetinn svaraði fávislegum spurningum frúarinnar
einsatkvæðisorðum og þegar honum fannst nóg komið, sagði hann
henni umbúðalaust að fara til and...............
Etaðsráðsfrúin hrökklaðist burtu, en skipstjórinn, sem hafði
heyrt orðaskiptin inn til sín, skipaði hásetanum að fara niður
og biðja frúna afsökunar.
Ekki varð hjá því komizt að hlýða skipun skipstjórans. Há-
setinn fór niður, opnaði hurðina á reyksalnum og kallaði inn:
„Hvaða kona var það, sem ég sagði að fara til and............?"
„Það var ég,“ sagði etaðsráðsfrúin þykkjuþung.
„Þú getur sloppið við að fara í þetta skipti," hreyttí hann
úr sér og skellti hurðinni aftur. — Det Hele.