Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 58
56
TJTRVAL
myndast. Aðferð hans var þessi:
Hann fyllti steypujárnshylki
með blöndu af beinfeiti, paraf-
fíni og málminum lithium, lok-
aði þeim með logsuðu og hitaði
þau síðan upp unz þau urðu
glóandi. Fyrir áhrif lithiumsins
losnaði kolefni úr paraffíninu
og mjög hár þrýstingur mynd-
aðist í hylkjunum. (Jafnvel svo
hár, að sum hylkin, sem voru
úr þumlungs þykku steypu-
járni sprungu og ollu miklu
tjóni í rannsóknarstofu hans.)
Úr sviðnum leifunum í hylkj-
unum gróf Hannay fram tólf
örlitla kristalla, sem hann taldi
að væru demantar. Eðliseigindir
þessara kristalla voru rannsak-
aðar og reyndust þær að heita
má hinar sömu og náttúrlegra
demanta. Efnagreining leiddi í
ljós, að kolefnisinnihald þeirra
var 98%, sem studdi mjög þá
fullyrðingu Hannay, að hann
hefði búið til demanta. Þessum
kristöllum var komið fyrir í
náttúrugripasafni í South Ken-
sington. Röntgen-kristallarann-
sókn, sem gerð var á þeim á
stríðsárunum síðustu, staðfesti
ótvírætt, að ellefu þeirra væru
raunverulegir demantar.
í febrúar síðastliðnum barst
frétt um það frá rannsóknar-
stöð General Electric í Banda-
ríkjunum, að þar hefði tekizt
að framleiða demantskristalla
allt upp í einn sjötta karat að
þyngd (karat er Vo úr grammi).
f þessari rannsóknarstöð hefur
að undanfömu verið unnið að
því að rannsaka hvaða áhrif hár
þrýstingur og hiti hafa á ýms
efni, og var þetta einn árang-
ur af þeim tilraunum. Aðferðin
er í því fólgin, að kolefnasam-
band er sett undir 53.500 loft-
þyngda þrýsting í marga
klukkutíma; þetta er gífurlegur
þrýstingur, um 362 lestir á
hvern ferþumlung.
Dr. Herbert M. Strong, sá sem
tilraunina gerði, lýsir því, sem
gerðist eftir að þrýstihólfið
hafði verið opnað, svo: „Meðan
við vorum að slípa klumpinn,
sem kom úr hólfinu, kom í ljós
það sem við vorum að leita að:
eitilhart efni, sem slípihjólið
vann ekki á. Fullir eftirvænt-
ingar tókum við kristallinn úr
klumpnum og reyndum hvassa
brún hans á safír, silicon-carbíð
og boron-carbíð. Þessi „de-
mant“, sem ég gat nú kallað
svo, rispaði alla þrjá steinana.“
Þrýstingurinn í þrýstihólfi dr.
Strongs er sambærilegur við
„farg“ það, sem eðlisfræðingar
hafa reiknað út að sé á efni 240
mílur undir yfirborði jarðar, og
er sennilega svipaður þeim
þrýstingi, sem demantar mynd-
ast við í náttúrunni. Alls hafa
yfir hundrað tilraunir verið
gerðar, ekki alltaf með sama
kolefnissamband og sumar að
öðru leyti dálítið frábrigðilegar,
og í hvert skipti hafa fundizt
demantar í leifunum.
Röntgenskoðun, efnagreining
og hörkupróf leiddu í Ijós, að
hér var um hreina demanta að