Úrval - 01.04.1955, Page 58

Úrval - 01.04.1955, Page 58
56 TJTRVAL myndast. Aðferð hans var þessi: Hann fyllti steypujárnshylki með blöndu af beinfeiti, paraf- fíni og málminum lithium, lok- aði þeim með logsuðu og hitaði þau síðan upp unz þau urðu glóandi. Fyrir áhrif lithiumsins losnaði kolefni úr paraffíninu og mjög hár þrýstingur mynd- aðist í hylkjunum. (Jafnvel svo hár, að sum hylkin, sem voru úr þumlungs þykku steypu- járni sprungu og ollu miklu tjóni í rannsóknarstofu hans.) Úr sviðnum leifunum í hylkj- unum gróf Hannay fram tólf örlitla kristalla, sem hann taldi að væru demantar. Eðliseigindir þessara kristalla voru rannsak- aðar og reyndust þær að heita má hinar sömu og náttúrlegra demanta. Efnagreining leiddi í ljós, að kolefnisinnihald þeirra var 98%, sem studdi mjög þá fullyrðingu Hannay, að hann hefði búið til demanta. Þessum kristöllum var komið fyrir í náttúrugripasafni í South Ken- sington. Röntgen-kristallarann- sókn, sem gerð var á þeim á stríðsárunum síðustu, staðfesti ótvírætt, að ellefu þeirra væru raunverulegir demantar. í febrúar síðastliðnum barst frétt um það frá rannsóknar- stöð General Electric í Banda- ríkjunum, að þar hefði tekizt að framleiða demantskristalla allt upp í einn sjötta karat að þyngd (karat er Vo úr grammi). f þessari rannsóknarstöð hefur að undanfömu verið unnið að því að rannsaka hvaða áhrif hár þrýstingur og hiti hafa á ýms efni, og var þetta einn árang- ur af þeim tilraunum. Aðferðin er í því fólgin, að kolefnasam- band er sett undir 53.500 loft- þyngda þrýsting í marga klukkutíma; þetta er gífurlegur þrýstingur, um 362 lestir á hvern ferþumlung. Dr. Herbert M. Strong, sá sem tilraunina gerði, lýsir því, sem gerðist eftir að þrýstihólfið hafði verið opnað, svo: „Meðan við vorum að slípa klumpinn, sem kom úr hólfinu, kom í ljós það sem við vorum að leita að: eitilhart efni, sem slípihjólið vann ekki á. Fullir eftirvænt- ingar tókum við kristallinn úr klumpnum og reyndum hvassa brún hans á safír, silicon-carbíð og boron-carbíð. Þessi „de- mant“, sem ég gat nú kallað svo, rispaði alla þrjá steinana.“ Þrýstingurinn í þrýstihólfi dr. Strongs er sambærilegur við „farg“ það, sem eðlisfræðingar hafa reiknað út að sé á efni 240 mílur undir yfirborði jarðar, og er sennilega svipaður þeim þrýstingi, sem demantar mynd- ast við í náttúrunni. Alls hafa yfir hundrað tilraunir verið gerðar, ekki alltaf með sama kolefnissamband og sumar að öðru leyti dálítið frábrigðilegar, og í hvert skipti hafa fundizt demantar í leifunum. Röntgenskoðun, efnagreining og hörkupróf leiddu í Ijós, að hér var um hreina demanta að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.