Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
mjög umdeild, en gagnstætt því
sem er um tóbakið hafa aldrei
verið gerðar neinar tilraunir til
að fá úr því skorið hvaða líf-
eðlisfræðileg áhrif langvarandi
kókaneyzla hefur. Kókablöðin
hafa örvandi áhrif eins og te
og kaffi, en áhrifin eru miklu
sterkari.
Þó að kókarunninn hafi verið
ræktaður til neyzlu öldum sam-
an áður en hvítir menn komust
í kynni við Indíánana í Andes-
fjöllunum, var það ekki fyrr en
árið 1860, að menn uppgötvuðu,
að í blöðum hans var alkaloidið
kókain. Og enn liðu 24 ár áður
en farið var að nota kókain
sem lyf til staðdeyfingar, t. d.
við augnaðgerðir. Seinna varð
notkun þess við skurðlækning-
ar almenn, t. d. notuðu tann-
læknar um skeið aðeins kókain
til deyfingar. Á þeim árum var
mikil eftirspurn eftir kókablöð-
um til framleiðslu á kókaini. Á
seinni árum hefur kókainið orð-
ið að þoka fyrir nýjum lyfjum,
sem hafa sömu áhrif (t. d. novo-
kain og tutokain), m. a. af því
að kókain er talsvert eitrað
eftir að það er komið inn í blóð-
ið. í mörg ár var það almennt
álitið, að það væri kókainið í
kókablöðunum, sem hefði hin
örvandi áhrif á kókatyggjend-
urna. Nú hallast menn frekar að
því, að hér séu að verki önnur
alkaloid, sem ekki hafa deyfi-
áhrif. Það eru þessi efni, sem
nú er mikið farið að nota í
ýmsa óáfenga drykki.
Hreint kókain myndar lit-
lausa kristalla, sem bráðna við
98° og eru torleysanlegir í vatni,
en leysast auðveldlega upp í vín-
anda, eter, benzol og klóroformi.
Það er beiskt á bragðið og deyf-
ir taugarnar í tungunni. Kóka-
inið hefur lamandi áhrif á taug-
arnar og á því byggist notkun
þess til staðdeyfingar. Nú á
tímum nota augnlæknar það
mest við minniháttar augnað-
gerðir, t. d. þegar f jarlægja þarf
aðskotahlut úr auga. Auk þess
er kókain notað þegar reka á
út bandorm með sterkum
hreinsunarlyfjum. Til þess að
reka út bandorm þarf að gefa
sjúklingnum mjög sterkt hreins-
unar- eða hægðalyf. Til að koma
í veg fyrir að sjúklingurinn
kasti hægðalyfinu upp er sett
í það kókain, en það lamar viss-
ar magataugar og kemur þann-
ig í veg fyrir uppköst. Stund-
um er kókain einnig notað við
ógleði. I smáum skömmtum hef-
ur kókain örvandi áhrif, en við
langvarandi misnotkun getur
það valdið eitrun (kóainisma).
Ópera er það kallað þegar maður rekur rýting í bak einhvers
og út kemur söngur í staðinn fyrir blóð.
Karl Gerhard.