Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 44
Hvarf danska skólaskipsins Köbenhavn*
Grein úr „Illustrert“,
eftir Arne Tallberg.
1 fyrra voru liðin 25 ár frá hinu dularfulla hvarfi danska
skólaskipsins KÖBENHAVN. Á þessurn aldarfjórðungi hefur
hvorki fundizt tangur né tetur af skipi eða skipshöfn. Sœnski
lœknirinn og rithöfundurinn Arne Tallberg, sem sjálfur hefur
siglt leið þá, er KÖBENHAVN var œtlað að fara, segir hér frá
þessu undarlega skipshvarfi og leiðir líkum að því hver orðið
hafi örlög hins stolta, glœsilega skips með blómann af danskri
sjómannaœsku um borð.
STENDAL málarameistari er
á heimleið eftir götum Kaup-
mannahafnar. Honum er þungt
í huga, því að 1 dag er afmælis-
dagur Ankers, elzta sonarins,
sem hefur ekki komið heim síð-
an 1928 þennan dag . . .
Stendalhjónin og dóttir þeirra
Margrét borða kvöldverðinn í
djúpri þögn. Á borðinu framan
við fjórða stólinn stendur vasi
með rauðum túlípönum — þann-
ig hefur það verið á hverju ári
á þessum degi síðan 1929. Þögn-
in verður næstum óbærileg og
að lokum segir frú Stendal:
„Þetta getur ekki gengið svona!
Við verðum að tala um hann.
Kannski er hann enn á lífi. Get-
ur áhöfnin ekki hafa komizt ein-
hversstaðar á land?“
Stendal andvarpar. Hve oft
hefur þessi spurning ekki hljóm-
að þau árin sem liðin eru síðan
Köbenhavn, hið stolta skólaskip
danska Austurasíufélagsins (0.
K.) hvarf?
Dyrabjöllunni er hringt og
Margrét fer fram og opnar. Frú
Krabbe stendur fyrir utan. Hún
átti einnig son með skólaskipinu.
Það eru sömu sorgardrættirnir
kringum augun á henni og á frú
Stendal. Hún kemur í undarleg-
um erindagerðum, sem raunar
eru táknræn fyrir foreldra
þeirra 45 ungmenna, sem týnd-
ust með skólaskipinu. Tveim ár-
um áður en skipið týndist sendi
Anker Stendal heim til sín úr
ferð sinni í hitabeltinu jurt, sem
enn stendur í borðstofuglugga
Stendalfjölskyldunnar. Hún
þyrfti ekki mold, hafði Anker
skrifað, aðeins vatn — og nú
stendur hún í stórri glerkrukku
og vex og dafnar í vatni. Á
hverju ári ber hún eitt blað, og
það kemur alltaf á afmælisdegi
Ankers. Erindi frú Krabbe og