Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 63

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 63
STÓRU NÖFNIN 1 HEIMI FEGRUNAR OG SNYRTINGAR 61 fólkið til að kaupa af mér, kem- ur kvikmyndafólkið á eftir, hugsaði hann — og síðan kem- ur kvenfólkið um allan heim. Hann fór til Hollywood með vörur sínar, og nú á hann rann- sóknarstofu í Los Angeles, sem er 12 milljón króna virði. Því að þótt fegurð sé útvortis fyrirbrigði, er hún eftirsótt vara um allan heim. Ein af átta dætr- um efnaðra gyðingahjóna í Pól- landi, Helena Rubenstein, fór 18 ára gömul til Ástralíu til að heimsækja þar ættingja. Hún tók eftir því, að hörund ástr- alskra kvenna var þurrt og gljá- andi (vegna loftslagsins), gjör- ólíkt hinu fagra og velhirta hör- undi hennar sjálfrar. Ástralskar konur tóku líka eftir þessu, og margar þeirra fengu að reyna andlitssmyrsl þau, sem Helena hafði haft með sér að heiman. Helena sá, að hér mundi vera um gróðaveg að ræða, skrifaði heim eftir and- litssmyrslum og öðrum fegrun- arvörum og opnaði verzlun í Melbourne. Ári síðar — þá 19 ára — kvaddi hún Ástralíu með 1,2 milljónir króna í vasanum og stofnaði fyrirtæki í Evrópu. Þó að hún leggi einkum á- herzlu á framleiðslu dýrra feg- urðarvara, áætlar hún, að hinar 650 vörutegundir hennar, sem seldar munu vera í 15000 verzl- unum víðsvegar um heim, hafi fært henni 370 milljónir króna í tekjur. Fyrirtæki í Wall Street, keypti eitt sinn meiri- hlutann í hinu ameríska útbúi hennar fyrir 90 milljónir króna og gerði tilraun til að hefja stórframleiðslu með því að selja ódýrt, en sú tilraun brást. Ma- dame Rubenstein keypti aftur hlutabréfin fyrir 20 milljónir og græddi þannig 70 milljónir á kaupunum. Einhver harðasti keppinaut- ur Helenu er Elisabeth Arden. Eitt sinn náði Arden af henni aðalforstjóranum og ellefu æðstu mönnum fyrirtækisins. Helena einsetti sér að láta krók koma á móti bragði, og ári seinna réð hún fyrrverandi eig- inmann Elísabetar sem aðalfor- stjóra í fyrirtæki sínu! Elísabet Arden á einnig ævin- týralegan feril að baki sér. Hún er fædd í Kanada, dóttir inn- flytjendahjóna, og hlaut í skírn- inni nafnið Florence Nightin- gale Graham — sem næstum að segja skyldaði hana til að leggja fyrir sig hjúkrun. Á nám- skeiði í líffærafræði í New York varð henni hinsvegar ljóst, að áhugi hennar á útvortis fegurð var meiri en á innri gerð líkam- ans, og hún réðst í að opna snyrtistofu í einu herbergi fyrir lánsfé. Þegar konurnar spurðu að því hvort þær gætu fengið heim með sér smyrslin, sem þær voru fegr- aðar með í snyrtistofunni, var Elísabet Arden í fyrstu treg til. Hún óttaðist, að það mundi draga úr aðsókninni að stofunni, ef konur tækju upp á fegurðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.