Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 74
72
tTRVAL
bernsku eða æsku. Margt bend-
ir til, að börn foreldra, sem bæði
hafa náð háum aldri, verði einn-
ig langlíf. Sagt er, að börn, sem
fæðast af ungri móður, lifi leng-
ur en þau, sem fæðast af eldri
móður. Vafasamt er, að hér sé
um arfgengi að ræða. Skýringin
er öllu frekar sú, að eggfrum-
urnar í móðurinni eldast á sama
hátt og aðrar frumur líkamans
og hafa þess vegna minna mót-
stöðuafl eftir fæðinguna.
Ellin og vandamál í sambandi
við hana hafa, eins og geta má
nærri, verið áhugamál mann-
kynsins frá elztu tímum. Meðal
margra frumstæðra þjóða, m.
' a. hirðingjaþjóðflokka, sem
fluttu sig iðulega stað úr stað,
tóku menn gamla fólkið af lífi,
af því að það var til byrði. í
gömlum menningarþjóðfélögum,
t. d. í Kína, voru öldungarnir
aftur á móti mikils ráðandi;
þeir voru ýmist ráðgjafar eða
réðu öllu um mál fjölskyld-
unnar.
f>að var ekki fyrr en seint
á miðöldum, að læknavísindin
tóku að gefa sig að ellimálun-
um. Læknar og gullgerðarmenn
lögðu mikið kapp á leit sína að
,,vizkusteininum“ og á fram-
leiðslu „lífselixírs“, sem gat
„fyrirbyggt hrörnun, endurvak-
ið æskuna og lengt hið skamma
líf mannsins" (Paracelsus).
Fyrstu vísindalegu tilraunirnar
til ellirannsókna voru gerðar
f yrir 50 árum. Það var rússneski
líffræðingurinn Elin Metchni-
lcoff (1845—1916) sem þær
gerði. Hann fékk Nóbelsverð-
laun fyrir bakteríurannsóknir
sínar og var síðustu æviár sín
varaforseti Pasteurstofnunar-
innar í París. Síðustu tuttugu
ár ævinnar helgaði Metchnikoff
sig einkum ellirannsóknum, og
setti fram hugmyndir sínar í
tveim alþýðlegum vísindabók-
um. Metchnikoff bjó til orðið
„gerontologi“, sem síðan hefur
verið alþjóðaheiti á ellirann-
sóknum.
Yogurt og vakar.
1 bókum sínum setti Metchni-
koff fram hina umdeildu tilgátu
sína um ellifyrirbrigðin, einkum
um það hvernig æðakölkun
myndast. Að hans áliti mynda
rotnunarbakteríur, sem oft er
mikið af í ristlinum, eiturefni,
sem sogast inn í blóðið. Og þessi
sjálfseitrun er það, sem veldur
æðakölkun og skyldum sjúk-
dómum í vefjum og líffærum.
Þannig eldist maður og deyr
loks. Metchnikoff ræddi um það
í fullri alvöru, að taka úr mönn-
um ristilinn, til þess að koma
í veg fyrir þessa eitrun. Til þess
að vinna gegn rotnuninni í
þörmunum ráðlagði hann mönn-
um að neyta súrmjólkur, en í
henni eru mjólkursýrugerlar,
sem draga úr vexti rotnunar-
baktería. Til stuðnings þessari
tilgátu sinni vísaði hann til á-
standsins á Balkanskaga, eink-
um í Búlgaríu, þar sem algengt
er að menn nái tíræðisaldri, og