Úrval - 01.04.1955, Side 74

Úrval - 01.04.1955, Side 74
72 tTRVAL bernsku eða æsku. Margt bend- ir til, að börn foreldra, sem bæði hafa náð háum aldri, verði einn- ig langlíf. Sagt er, að börn, sem fæðast af ungri móður, lifi leng- ur en þau, sem fæðast af eldri móður. Vafasamt er, að hér sé um arfgengi að ræða. Skýringin er öllu frekar sú, að eggfrum- urnar í móðurinni eldast á sama hátt og aðrar frumur líkamans og hafa þess vegna minna mót- stöðuafl eftir fæðinguna. Ellin og vandamál í sambandi við hana hafa, eins og geta má nærri, verið áhugamál mann- kynsins frá elztu tímum. Meðal margra frumstæðra þjóða, m. ' a. hirðingjaþjóðflokka, sem fluttu sig iðulega stað úr stað, tóku menn gamla fólkið af lífi, af því að það var til byrði. í gömlum menningarþjóðfélögum, t. d. í Kína, voru öldungarnir aftur á móti mikils ráðandi; þeir voru ýmist ráðgjafar eða réðu öllu um mál fjölskyld- unnar. f>að var ekki fyrr en seint á miðöldum, að læknavísindin tóku að gefa sig að ellimálun- um. Læknar og gullgerðarmenn lögðu mikið kapp á leit sína að ,,vizkusteininum“ og á fram- leiðslu „lífselixírs“, sem gat „fyrirbyggt hrörnun, endurvak- ið æskuna og lengt hið skamma líf mannsins" (Paracelsus). Fyrstu vísindalegu tilraunirnar til ellirannsókna voru gerðar f yrir 50 árum. Það var rússneski líffræðingurinn Elin Metchni- lcoff (1845—1916) sem þær gerði. Hann fékk Nóbelsverð- laun fyrir bakteríurannsóknir sínar og var síðustu æviár sín varaforseti Pasteurstofnunar- innar í París. Síðustu tuttugu ár ævinnar helgaði Metchnikoff sig einkum ellirannsóknum, og setti fram hugmyndir sínar í tveim alþýðlegum vísindabók- um. Metchnikoff bjó til orðið „gerontologi“, sem síðan hefur verið alþjóðaheiti á ellirann- sóknum. Yogurt og vakar. 1 bókum sínum setti Metchni- koff fram hina umdeildu tilgátu sína um ellifyrirbrigðin, einkum um það hvernig æðakölkun myndast. Að hans áliti mynda rotnunarbakteríur, sem oft er mikið af í ristlinum, eiturefni, sem sogast inn í blóðið. Og þessi sjálfseitrun er það, sem veldur æðakölkun og skyldum sjúk- dómum í vefjum og líffærum. Þannig eldist maður og deyr loks. Metchnikoff ræddi um það í fullri alvöru, að taka úr mönn- um ristilinn, til þess að koma í veg fyrir þessa eitrun. Til þess að vinna gegn rotnuninni í þörmunum ráðlagði hann mönn- um að neyta súrmjólkur, en í henni eru mjólkursýrugerlar, sem draga úr vexti rotnunar- baktería. Til stuðnings þessari tilgátu sinni vísaði hann til á- standsins á Balkanskaga, eink- um í Búlgaríu, þar sem algengt er að menn nái tíræðisaldri, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.