Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 105

Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 105
PRINSESSAN HANS BISBEE 103 að hann hefði sært hjarta Stellu svöðusári. „Hún er ein af þeim sem bera þjáningar með þögn og þolin- mæði,“ sagði Anna. Þegar Bisbee hafði náð sér eftir undrunina, brást hann reiður við og sagði Önnu að sagan sem hún hefði heyrt væri haugalygi frá upphafi til enda. ,,Ég trúi því úr því að þú segir það,“ sagði Anna og stóð upp. En Bisbee var alls ekki viss um að hún legði trúnað á orð hans. Þetta var ekki í eina skiptið þennan dag, sem hann varð að þola óþægindi fyrir það sem hann hafði aldrei gert. Þegar hann hafði lokað búðinni um kvöldið og var á gangi eftir Statestræti, mætti hann síra Gidding, sem hraðaði sér fram- hjá án þess að nema staðar og taka hann tali eins og hann var vanur — og Bisbee fannst hann meira að segja horfa rann- sakandi á sig. Hann kveið fyrir að koma heim, en þegar farið var að borða, sá hann að Stella var ekki lengur reið, heldur hnugg- in og beygð. Það yrði að minnsta kosti hægt að tala við hana. Þegar máltíðinni var lokið, tók hann í sig kjark og sagði reiðilaust frá því hvernig sag- an hefði borizt út. Bæði Stella og Pálína fullyrtu að þær væru saklausar, en raddir þeirra báru vott um taugaóstyrk. Það kom í ljós, að Stella hafði í neyð sinni leitað á náðir Önnu Prall og trúað henni fyrir vandræðum sínum, en Pálína hafði verið með armbandið í samkvæmi kvöldið áður. „Nú skil ég þetta,“ sagði Pálína. „Gus Markles hefur heyrt söguna hjá bróður sín- um. Ég sýndi honum armband- ið.“ „Pálína," sagði frú Bisbee, „ég er alveg hissa á þér, að þú skulir bera svona sögur út um hann föður þinn.“ „En ég sagði eiginlega ekkert. Ég sagði bara að hann hefði hitt hana og kysst hönd henn- ar, og svo bætti ég því við í gamni, að pabbi væri að verða mesta kvennagull.“ „Kysst hana á höndina!“ hrópaði frú Bisbee. „Ég hef ekki heyrt minnzt á neina kossa.“ „Guð minn góður!“ stundi Bisbee og huldi andlitið í hönd- um sér. „Maður er búinn að þræla ár út og ár inn . . . Það verða tuttugu og sex ár núna þann tíunda september . . . til að skapa sér nafn sem heiðar- legur kaupsýslumaður og góður fjölskyldufaðir . . . þeir ætluðu að bjóða mig fram við borgar- stjórakosningar ... og svo lendir maður í þessu! Guð minn almáttugur!“ „Eg get ekki skilið að þetta sé neitt voðalegt, pabbi,“ sagði Pálína. „Ekki það? Þetta getur sett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.