Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 105
PRINSESSAN HANS BISBEE
103
að hann hefði sært hjarta Stellu
svöðusári.
„Hún er ein af þeim sem bera
þjáningar með þögn og þolin-
mæði,“ sagði Anna.
Þegar Bisbee hafði náð sér
eftir undrunina, brást hann
reiður við og sagði Önnu að
sagan sem hún hefði heyrt væri
haugalygi frá upphafi til enda.
,,Ég trúi því úr því að þú
segir það,“ sagði Anna og stóð
upp. En Bisbee var alls ekki
viss um að hún legði trúnað á
orð hans.
Þetta var ekki í eina skiptið
þennan dag, sem hann varð að
þola óþægindi fyrir það sem
hann hafði aldrei gert. Þegar
hann hafði lokað búðinni um
kvöldið og var á gangi eftir
Statestræti, mætti hann síra
Gidding, sem hraðaði sér fram-
hjá án þess að nema staðar og
taka hann tali eins og hann
var vanur — og Bisbee fannst
hann meira að segja horfa rann-
sakandi á sig.
Hann kveið fyrir að koma
heim, en þegar farið var að
borða, sá hann að Stella var
ekki lengur reið, heldur hnugg-
in og beygð. Það yrði að
minnsta kosti hægt að tala við
hana.
Þegar máltíðinni var lokið,
tók hann í sig kjark og sagði
reiðilaust frá því hvernig sag-
an hefði borizt út. Bæði Stella
og Pálína fullyrtu að þær væru
saklausar, en raddir þeirra
báru vott um taugaóstyrk. Það
kom í ljós, að Stella hafði í
neyð sinni leitað á náðir Önnu
Prall og trúað henni fyrir
vandræðum sínum, en Pálína
hafði verið með armbandið í
samkvæmi kvöldið áður.
„Nú skil ég þetta,“ sagði
Pálína. „Gus Markles hefur
heyrt söguna hjá bróður sín-
um. Ég sýndi honum armband-
ið.“
„Pálína," sagði frú Bisbee,
„ég er alveg hissa á þér, að þú
skulir bera svona sögur út um
hann föður þinn.“
„En ég sagði eiginlega ekkert.
Ég sagði bara að hann hefði
hitt hana og kysst hönd henn-
ar, og svo bætti ég því við í
gamni, að pabbi væri að verða
mesta kvennagull.“
„Kysst hana á höndina!“
hrópaði frú Bisbee. „Ég hef
ekki heyrt minnzt á neina
kossa.“
„Guð minn góður!“ stundi
Bisbee og huldi andlitið í hönd-
um sér. „Maður er búinn að
þræla ár út og ár inn . . . Það
verða tuttugu og sex ár núna
þann tíunda september . . . til
að skapa sér nafn sem heiðar-
legur kaupsýslumaður og góður
fjölskyldufaðir . . . þeir ætluðu
að bjóða mig fram við borgar-
stjórakosningar ... og svo
lendir maður í þessu! Guð minn
almáttugur!“
„Eg get ekki skilið að þetta
sé neitt voðalegt, pabbi,“ sagði
Pálína.
„Ekki það? Þetta getur sett