Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 69
TRÚIÐ EKKI YKKAR EIGIN AUGUM!
67
sýnist lóðrétta strikið vera
lengra.
Á sama hátt má sannprófa,
að mannsaugað hefur tilhneig-
ingu til að ofmeta stærð efri
helmings myndar. Þetta má sjá
t. d. af tölustafnum átta hér við
hliðina. Efri og neðri
slaufan sýnast jafnstór-
ar — en skoði maður
stafinn á höfði, sér
maður strax, að svo er
ekki. Það er unnið gegn sjón-
hverfingunni með því að hafa
efri slaufuna, sem auganu hætt-
ir til að ofmeta, minni en þá
neðri. Sama fyrirbrigði má sjá
á bókstöfunum B, S og Z.
Úr því að við erum að tala um
bókstafi, má drepa á önnur sér-
kenni þeirra. Þegar auglýsinga-
teiknari ætlar að teikna stafa-
röð, byrjar hann á því að gera
tvö samsíða blýantsstrik, sem
eiga að takmarka stærð staf-
anna. Ef hann léti nú alla staf-
ina vera innan þessara tveggja
strika, myndu stafir, sem að
ofan snerta aðeins strikið, eins
og t. d. A, O og S, sýnast lægri
en þeir stafir, sem í allri breidd
sinni nema við strikið, eins og
t. d. E, F, R, Z o.fl. Þessvegna
teiknar hann fyrrnefndu stafina
þannig, að þeir nái aðeins upp
fyrir strikið. Sama aðferð er
notuð við neðra strikið þegar
um er að ræða stafina N og V.
Þegar Rómverjar — og raun-
ar einnig Grikkir — meytluðu
hinar stóru áletranir sínar á
háa veggi með fögrum bókstöf-
um, notfærðu þeir sér aðra sjón-
hverfingu. Stafirnir í efstu lín-
unni voru hafðir stærstir, en
síðan fóru þeir ögn minnkandi
eftir því sem neðar dró. Þegar
áletrunin var skoðuð neðan frá,
hurfu rúmvíddar (perspektiv)
áhrifin og allir stafirnir virtust
vera jafnstórir.
Og með þessu erum við komin
inn á mjög mikilvægan þátt í
sögu sjónhverf inganna: hina
fölsku rúmvídd.
Á endurreisnartímabilinu,
þegar menn höfðu uppgötvað
rúmvíddina og áhrif hennar,
beittu menn oft brögðum til að
auka áhrif rúmskynjunarinnar.
Bramante, einn af fremstu
byggingarmeisturum endur-
reisnartímans, byggði kirkju, S.
Maria presso S. Satiro. Á bak
við altarið gefur sýn inn í stór-
an, hvelfdan sal. En ætli maður
þangað inn, uppgötvar maður,
að salurinn er aðeins 1 metri á
dýpt. En með flötum hálfsúl-
um, múrbrúnum og bogum, sem
fara minnkandi eftir því sem
aftar dregur, hefur Bramante
tekizt að blekkja augu okkar —
fengið okkur til að trúa á hina
fölsku rúmvídd.
í sögu byggingarlistarinnar
eru mörg dæmi af þessu tagi:
1 Vatíkaninu hefur Bernini ark-
ítekt látið gera stigann „Scala
Regia“ þannig, að hann bæði
mjókkar og lækkar eftir því sem
ofar dregur, og standi maður
við neðsta þrepið, finnst manni