Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 85
PRINSESSAN HANS BISBEE
83
á unga manninum og gekk síð-
an þvert yfir anddyrið í fylgd
með ungþjóninum, sem bar tösk-
una hans.
„Bisbee! — hvert er ferðinni
heitið?“
Þetta var Phil Kreinig, frá
fyrirtækinu Jósep Kreinig og
synir, sem ávarpaði hann. Krei-
nig stóð við dyrnar og var að
tala við Sackett frá Sackett-
Thomson félaginu.
„Heim, Kreinig, heim,“ svar-
aði Bisbee þóttalega.
„Því þá það? Nú, þegar karl-
fauskarnir eru búnir að ræða
allar smátillögur og uppástung-
ur, þá ætlum við hinir að njóta
lífsins! Við eru að hugsa um
að skreppa til Hollywood og
líta á stelpurnar þar. Ég held
að þér ættuð að verða sam-
ferða,“ bætti hann við og depl-
aði augunum íbygginn.
Bisbee þrýsti hökunni niður
í harða flibbann.
„Þakka yður fyrir, Kreinig,“
svaraði hann kuldalega. „En ég
hef mikið að gera.“
„Ég veit það,“ svaraði hinn,
án þess að láta sér bregða. „Það
er einmitt gallinn á yður. Þér
sveimið eins og býfluga allan
liðlangan daginn. Þér þurfið að
taka lífinu með ró. Eg krækti
í kassa af gömlu viskí, sem ég
hafði hugsað mér að geyma
þangað til í lestinni á leiðinni."
Það var auðséð, að hann var
undir áhrifum víns.
„Kreinig," sagði Bisbee, enn
JULIAN STREET verður sem rit-
höfundur tœpast talinn í hópi hinna
stóru. En hann er ágœtt dœmi um pað
hve allur sá fjöldi, scm fœst við smá-
sagnagerð í Bandaríkjunum stendur
á háu stigi í sagnagerð sinni. Þeir
hafa nœstum alla tcekni sagnagerðar
fullkomlega á valdi sínu og þeir
kunna listina að segja sögu. —
PRINSESSAN HANS BISBEE er án
alls efa bezta saga Streets. Hún kom
út 1925 sem stutt skáldsaga og afl-
aði höfundi sínum liinna eftirsóttu
O’Henry verðlauna. Street fetar í
fótspor Sinclair Lewis — Bisbee er i
œtt við Babbit. En ádeila hans á
ameriska smáborgarmennsku, er
snöggt um vingjarnlegri en lœrimeist-
ar'ans; hún er gamansamari á ytra
borðinu. En tœplega áhrifaminni fyrir
það. Við hljótum að dást að því
hvernig hann getur sífellt sýnt okkur
nýjar hliðar á söguefni sínu, snúið
því á ýmsa vegu, þannig að i því
speglast á einkar sannfœrandi hátt
hversdagslíf ameriskra smáborgara.
Um höfundinn er það annars að
segja, að liann fceddist í Chicago
1879 og starfaði þar sem blaðamað-
ur og gagnrýnandi. Hann var einnig
kunnur fyrir þekkingu sína á mat
og matreiðslu og samdi matreiðslu-
bœkur. Eftir að hafa lesið PRINS-
ESSUNA HANS BISBEE efast mað-
ur ekki um, að hann hafi kunnað þá
list að blanda efnin í réttum hlut-
föllum.
kuldalegar en áður, „mér þætti
vænt um ef þér gætuð skilið,
að ég er hvorki hrifinn af áfeng-
um drykkjum né hinu að líta á
stelpur, eins og þér kallið það.“
Sackett tók í handlegginn á
Bisbee og gekk með honum að
dyrunum. „Það er leiðinlegt að
þér skuluð verða að fara strax,
Bisbee," sagði hann. „Ég bjóst