Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
steinasali frá smáborg í Mið-
vesturfylkjunum. Sagt er, að
þau hafi gefið hvort öðru dýr-
indis gjafir, og þegar maður-
inn kom heim til sín, lenti hann
í talsverðum erfiðleikum þegar
hann fór að útskýra þessi við-
skipti fyrir eiginkonu sinni. En
prinsessan lendir áreiðanlega
ekki í neinu slíku. Prinsinn er
vanur því að hún komi með
sigurtákn heim.
Gimsteinasalinn, sem hefur
verið í sjöunda himni síðan
hann kynntist hinni blóðheitu
prinsessu, er orðinn eitt af
furðuverkum heims í fæðingar-
borg sinni. Það er ennfremur
fullyrt, að hann beri mynd af
henni, áritaða ástarorðum, á
brjósti sér . . .
„Mér fannst bezt að láta þig
vita um þetta, áður en þú fær-
ir heim,“ sagði Charley.
„Þakka þér fyrir,“ stundi
Bisbee upp með erfiðismunum,
hann átti bágt með að draga
andann. Að minnsta kosti,“
bætti hann við og greip í síð-
asta hálmstráið, „nefna þeir
hvorki mitt nafn né nafn bæj-
arins.“ Hann leit á Charley í
von um hughreystingu, en hana
var enga að fá.
„Þeir nefna bæinn neðar,“
sagði Charley. „Það er í sam-
bandi við þennan Thresher. Ég
yrði ekki hissa þó að Alice
Murchison riftaði trúlofuninni
og þá fáum við allar gjafirnar
í hausinn eins og skot.“
Þegar Bisbee kom heim, beið
Stella hans með eintak af Chit-
Chat í hendinni.
„Eg veit það, ég veit það,“
stundi hann. „Þú mátt halda
áfram eins og þú vilt,“ bætti
hann við og lét fallast niður í
hægindastól.
Hún hafði komið skálmandi
á móti honum, en nú snarstanz-
aði hún.
„Halda áfram eins og ég vil!
Hvað áttu við?“
Hann laut áfram, studdi oln-
bogunum á hnén, starði á gólf-
teppið og sagði:
„Þú getur haldið áfram ef
þú hefur gaman af því.“
„Nú — það er þá svona!“
hreytti hún út úr sér.
„Ég skil ekki hvað þú ert
að fara.“
„Víst skilur þú það! En þú
skalt ekki gera þér neinar gyll-
ingar, vinur minn. Ef þú held-
ur að ég gefi þér eftir skilnað,
þá misreiknar þú þig!“
„Bölvaðir blaðasnápar!"
sagði Bisbee allt í einu upp úr
þurru. Hann reis upp og horfði
á konu sína. „Eitt skal ég segja
þér, Stella, ef nokkurt réttlæti
er til í þessu landi, þá skulu
þessir Chit-Chat náungar fá
að borga. Þeir skulu fá að
borga, þó að það kosti mig
allar eigur mínar.“
Hann heyrði Pálínu hlaupa
upp tröppurnar, svo var hurð-
inni hrundið upp.
„Ég býst við að þið hafið
heyrt fréttina,“ sagði hún glað-