Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 59
1 STUTTU MÁLI
57
ræða. Hægt var að rispa með
þeim allt, jafnvel aðra demanta,
og er það fyrsta efnið, tilbúið
af manna höndum, sem rispað
getur demanta.
Dr. Strong telur, að of fljótt
sé að álykta, að brátt verði hægt
að búa til demanta nægilega
stóra og góða til þess að nota
þá í gimsteina. En verði hægt
að lækka framleiðslukostnaðinn
frá því sem nú er, megi vænta
þess að brátt verði farið að nota
gervidemanta í iðnaði, til skurð-
ar og slípunar.
— Discovery.
Tæld ti! að eyða hörundsflúri.
Margir þeirra, sem hafa látið
undan þeirri merkilegu löngun
að láta flúra hörund sitt með
allskonar myndum, hafa síðar
meir átt þá ósk heitasta að
geta losnað aftur við skrautið.
En hingað til hefur ekki verið
unnt að verða við þeim óskum.
Margar aðferðir hafa verið
reyndar, en engin tekizt. Þangað
til fyrir tveim árum að nýtt
tæki var reynt í Ameríku. Með
bví er hægt að fjarlægja hör-
undsflúr án nokkurra óþæginda.
Síðan hafa þúsundir Ameríku-
manna látið eyða af sér hör-
undsflúri, örum og öðrum hör-
undslýtum á líkama, höndum
og andliti.
Danskur læknir, sérfræðingur
í húðsjúkdómum, Tage Jensen
dr. med., hefur reynt þetta tæki
með góðum árangri. Blaðamað-
ur frá Politiken átti nýlega tal
við lækninn og fékk tækifæri til
að horfa á hann eyða hörunds-
flúri.
Hörundsflúr er fagurblátt á
að líta, eins og kunnugt er,
segir dr. Jensen, en það er sjón-
hverfing. Þegar hörundsflúrið er
fjarlægt má sjá, að myndirnar
eru gerðar með litlum, svörtum
kolögnum. Oftast mun vera
notað teikniblek, kostur þess er
sá, að það hefur ekki ertandi
áhrif á húðina og veldur ekki
bólgu.
Ástæðan til þess hve erfitt
hefur reynzt að fjarlægja hör-
undsflúr er sú, að myndirnar
eru gerðar djúpt í húðinni. Húð-
in skiptist aðallega í tvö lög,
yfirhúð og leðurhúð. Milli þeirra
er slímlag, en undir leðurhúðinni
er fitulag. Hörundsflúrið er
djúpt í leðurhúðinni.
Það var einn af sjúklingum
dr. Jensens, sem fór með blaða-
manninn á fund læknisins. Hann
hafði fyrir löngu látið flúra
handarbök sín svo, að varla var
nokkur blettur á jieim óflúrað-
ur. Nú var hann fyrir löngu orð-
inn dauðleiður á þessu, og þegar
hann frétti um hið nýja tæki,
fór hann til dr. Jensens. Og nú
var hann laus við mest af flúr-
inu. Aðgerðin er sársaukalaus.
Svæðið er staðdeyft og svo kem-
ur læknirinn með tæki sitt, sein
líkist einna helzt tannbor, sem
tannlæknar nota til að bora úr
skemmdum tönnum. Þessi hár-
fíni bor tætir upp húðina með