Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 62
Goya, Max Factor, Helena Rubensteln,
Elisabeth Arden — allir kannast við
þessi nöfn, sem auglýsa og selja
fegurð í fögrum umbúðum.
Stóru nöfnin í henra fegrunar og snyrtingar.
Eftir Mark Priestley.
FEGURÐ er aðeins útvortis
fyrirbrigði, og þó er hún
í dag milljóna króna virði. I
Bretlandi einu voru árið 1952
starfandi 387 verksmiðjur, sem
framleiddu fegrunarlyf og seldu
afurðir fyrir 750 milljónir króna
og fullnægðu þó ekki eftirspurn.
Fyrir 16 árum setti Doug Col-
lins, þá 23 ára gamall, borð inn
á kvistherbergið í íbúð móður
sinnar og kallaði það skrifstofu,
tæmdi skúr á baklóðinni og setti
þar upp verksmiðju, sem hann
kallaði Goya, varalitaverk-
smiðja. Stofnsjóður var 250
krónur. Mestur hluti hans fór
í kaup á skrifstofutækjum. 1
banka fékk hann lánaðar 3200
krónur til að kaupa fyrir ólífu-
feiti og önnur hráefni. En Doug
var tæplega kominn í gang þeg-
ar stríðið skall á og hann var
kallaður í flotann. En hann lét
það ekki hafa áhrif á fyrirætl-
anir sínar. Meðan hann gegndi
flotaþjónustu í fylgd með skipa-
lestum, annaðist konan hans
rekstur fyrirtækisins. Undan-
farin ár hefur meðalhagnaður-
inn verið um 3,2 milljónir króna.
Og Doug, sem enn er aðeins 41
árs, hefur selt vörur fyrir 15
milljónir króna — og fyrir tólf
milljónir af því hefur hann
keypt hlutabréf í fyrirtæki, sem
auglýst hefur fegurð síðan á
dögum Madame Pompadour.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
það, hve stórkostleg fjármála-
ævintýri felast í þessari fram-
leiðslugrein, sem raunar er ekki
að undra þegar þess er gætt,
að reiknað hefur verið út, að
hver stúlka noti að meðaltali
fegrunarlyf fyrir eina krónu á
dag.
Við skulum líta snöggvast á
æviferil Max Factors, sem einu
sinni var hárkollumeistari við
rússnesku keisarahirðina. Rétt
fyrir byltinguna komst hann úr
landi með spariskildingana sína
— um 170.000 krónur — en tap-
aði þeim að mestu á fyrstu
snyrtistofunni, sem hann opnaði
í New York. Fyrir 30 árum lifði
hann við bág kjör. Það mátti
sjá hann — lágvaxinn og þunn-
hærðan — utan við bakdyr leik-
húsanna með bretti, sem á var
púður, kinnaroði og smyrsla-
krukkur.
Ef mér tekst að fá leikhús-