Úrval - 01.04.1955, Side 62

Úrval - 01.04.1955, Side 62
Goya, Max Factor, Helena Rubensteln, Elisabeth Arden — allir kannast við þessi nöfn, sem auglýsa og selja fegurð í fögrum umbúðum. Stóru nöfnin í henra fegrunar og snyrtingar. Eftir Mark Priestley. FEGURÐ er aðeins útvortis fyrirbrigði, og þó er hún í dag milljóna króna virði. I Bretlandi einu voru árið 1952 starfandi 387 verksmiðjur, sem framleiddu fegrunarlyf og seldu afurðir fyrir 750 milljónir króna og fullnægðu þó ekki eftirspurn. Fyrir 16 árum setti Doug Col- lins, þá 23 ára gamall, borð inn á kvistherbergið í íbúð móður sinnar og kallaði það skrifstofu, tæmdi skúr á baklóðinni og setti þar upp verksmiðju, sem hann kallaði Goya, varalitaverk- smiðja. Stofnsjóður var 250 krónur. Mestur hluti hans fór í kaup á skrifstofutækjum. 1 banka fékk hann lánaðar 3200 krónur til að kaupa fyrir ólífu- feiti og önnur hráefni. En Doug var tæplega kominn í gang þeg- ar stríðið skall á og hann var kallaður í flotann. En hann lét það ekki hafa áhrif á fyrirætl- anir sínar. Meðan hann gegndi flotaþjónustu í fylgd með skipa- lestum, annaðist konan hans rekstur fyrirtækisins. Undan- farin ár hefur meðalhagnaður- inn verið um 3,2 milljónir króna. Og Doug, sem enn er aðeins 41 árs, hefur selt vörur fyrir 15 milljónir króna — og fyrir tólf milljónir af því hefur hann keypt hlutabréf í fyrirtæki, sem auglýst hefur fegurð síðan á dögum Madame Pompadour. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hve stórkostleg fjármála- ævintýri felast í þessari fram- leiðslugrein, sem raunar er ekki að undra þegar þess er gætt, að reiknað hefur verið út, að hver stúlka noti að meðaltali fegrunarlyf fyrir eina krónu á dag. Við skulum líta snöggvast á æviferil Max Factors, sem einu sinni var hárkollumeistari við rússnesku keisarahirðina. Rétt fyrir byltinguna komst hann úr landi með spariskildingana sína — um 170.000 krónur — en tap- aði þeim að mestu á fyrstu snyrtistofunni, sem hann opnaði í New York. Fyrir 30 árum lifði hann við bág kjör. Það mátti sjá hann — lágvaxinn og þunn- hærðan — utan við bakdyr leik- húsanna með bretti, sem á var púður, kinnaroði og smyrsla- krukkur. Ef mér tekst að fá leikhús-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.