Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 30

Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 30
28 ÚRVAL mál og unaðsleg lýrikk. Þessi trílógía um konuna er svo lífi- mögnuð, að fáum hefur auðnazt að skapa slík verk síðan Euri- pídes leiddi Medeu, hina fyrstu stórbrotnu kvenpersónu leik- bókmenntanna, fram á svið heimsbókmenntanna. Þegar Lorca dó hafði hann losað skáld- skap sinn úr viðjum óþarfa orðskrúðs og mælgi og stóð mitt í örum þroska í átt til hinnar brosandi alvöru, sem heimspek- ingurinn Seneca taldi hið full- komna tjáningarform. Hin djúp- rætta, átakanlega hneigð hans til að fjalla um þjáningu, blóð og dauða í verkum sínum var í senn arfur og feigðarboði. Hann var fæddur í gömlu Mára- héraði, faðir hans var bóndi, móðir hans kennslukona. í bernsku var hann lengi lamaður af völdum alvarlegs sjúkdóms, sem fyrirmunaði honum að um- gangast önnur börn — seinna varð líf hans ástríðufull þrá eftir nánu samlífi við með- bræður sína. Skáldskapur hans var ákall um óttalausan dauða. UM nánari atvik að morðinu á Lorca er það eitt vitað með vissu, að hann var myrtur í dögun. Um það skrifar Arturo Barea í bók sinni um Lorca (1947): „En hvernig gat hin ævilanga barátta hans við dauð- ann endað, ef ekki á þann hátt, að hann mætti dauðanum ótta- laus?“ Einræðisherrum er jafn- an lítið gefið um skáld. Þáver- andi formaður Alþjóðarithöf- undafélagsins (P.E.N.-klúbbs- ins), H. G. Wells, sendi Franco skeyti út af morðinu, en Franco svaraði og kvaðst ekkert vita um málið. Á ýmsan annan hátt var gerð tilraun til að hylma yfir ódæðið og morðingjarnir sjálfir hafa haft vit á að þegja. Ekki hefur heldur verið auðvelt að finna sjónarvotta. Þó hafa eftirgrennslanir, bæði af hendi Englendinga og Frakka, leitt svo margt í ljós, að unnt er að gera sér allglögga grein fyrir nánari atvikum þessa ódæðis, sem varpaði blóðskugga yfir alla Evrópu. SUMARIÐ 1936 var Lorca staddur í Madrid. Hann var kominn þangað til að undirbúa ferðalag til hins spænskumæl- andi hluta Ameríku, sem áður hafði tekið honum opnum örm- um. Tvö undanfarin ár höfðu verið ömurleg og full ókyrrðar. Óeirðir í Astúríu höfðu kostað fjölda námuverkamanna líf og heilsu, og þetta heita sumar var mönnum heitara í blóði en nokkru sinni fyrr — allsstaðar kraumaði og vall, og Lorca fannst það brátt knýjandi nauð- syn að hætta við ferðalag sitt. Forsetinn, Manuel Azana, og ráðherrar hans börðust örvænt- ingarfullri baráttu til að halda uppi ró og reglu, en ástandið í innanríkismálum fór hríðversn- andi. Hinn byltingarsinnaði arm- ur lýðræðissinna og hinir ka-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.