Úrval - 01.04.1955, Side 104

Úrval - 01.04.1955, Side 104
102 ÚRVAL betur,“ sagði Bisbee og sló í borðið með flötum lófanum. „Mér er kunnugt um eitt til- felli, þar sem þeir hafa birt þvætting og lygi um ákveðna persónu." Svo var þögn. Bisbee létti einkennilega, þegar Charley fór skömmu seinna. Hann ýtti aft- ur hurðinni, þreif blaðið og fór að lesa það sem sagt var um prinsessuna. Hann las með vax- andi gremju það sem hann hafði ekki fengið að heyra kvöldið áður. ,,Þorparar!“ hvæsti hann, reif blaðið í tætlur og kastaði þeim í pappírskörfuna. # Hann var vanur að snæða há- degisverð með fáeinum starfs- bræðrum sínum við stóra borð- ið í New Mervin House. Þeg- ar hann kom um tólfleytið, var honum tekið með miklum fögn- uði. Þegar menn höfðu beðið um það sem þeir óskuðu, hóf- ust samræður. Gus Markles kallaði til Bisbees þvert yfir borðið: „Jæja, Bisbee, nú verður þú að segja okkur alla söguna af prinsessunni þinni!“ Bisbee vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. „Ég veit ekki hvað þú átt við, Gus,“ stamaði hann að lokum. „Engin látalæti. Játaðu bara. Þú ert ekki heima hjá þér núna, þú ert í vinahópi. Út með það og hættu að roðna!“ „Sannleikurinn er sá, að ég hef ekkert að segja . . .“ „Hún jós yfir þig gimstein- um, eftir því sem ég hef heyrt,“ sagði Gus. „Það er ekki satt. Hún sendi bara dóttur minni lítið, laglegt armband. Það var allt og sumt.“ Gus gaut augunum til fé- iaga sinna. „Þú kannt að segja sögu, kvennabósinn þinn!“ Það var hlegið dátt, en Bis- bee til ólýsanlegs léttis fóru menn brátt að tala um annað. Þegar máltíðinni var lokið varð Bisbee samferða Gus út. „Hvar fréttir þú þetta?“ spurði Bisbee kæruleysislega. „Það var smáfugl, sem söng það í eyrað á mér.“ Bisbee var kominn á fremsta hlunn með að biðja hann að minnast ekki á málið framar, en ákvað svo að segja ekki neitt. Ef Gus yrði þess var, að hann tæki þetta nærri sér, myndi hann versna um allan helming. Gus gerði gys að öll- um, en það tók enginn mark á honum. Smáfuglinn hafði sýnilega ekki verið aðgerðarlaus. Seinna um daginn kom Anne Prall, skólasystir Stellu, í heimsókn til Bisbees. „Ef ég væri ekki svona mikill vinur ykkar,“ sagði hún, þegar búið var að loka dyrunum, „þá mundi ég ekki minnast á þetta.“ Það sem hún átti við var afbökuð útgáfa af prinsessusögunni, og erindi hennar var að láta hann vita,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.