Úrval - 01.04.1955, Side 89

Úrval - 01.04.1955, Side 89
PRINSESSAN HANS BISBEE 87 „Ef yður langar að rejkja, þá gerið það fyrir alla muni. Ég hef ekki minnstu óþægindi af reyknum." „Þakka yður fyrir, frú,“ sagði Bisbee. „Þúsund þakkir.“ Þegar hann var búinn að kveikja í vindlinum, fór hann að velta því fyrir sér, hvort það væri ókurteisi að halda samtalinu áfram. En meðan hann var að þessum vangavelt- um, varð þögnin á milli þeirra að hyldýpi, sem ógerlegt var að brúa. En rétt á eftir sá hann að konan laut allt í einu niður. Það var auðsjáanlega eitthvað að henni. Hún nuddaði augað með vasaklút. „Nuddið ekki!“ sagði Bisbee. „Reynið að draga efra augna- lokið yfir það neðra.“ „Ég gerði það. Það versn- aði.“ „Ef þér lofið mér að líta á augað, frú, þá get ég ef til vill hjálpað yður.“ Hún sneri sér að honum með blinduðu auganu. Hann dró af sér hanzkana og lyfti augna- lokinu með því að taka í löng augnhárin. „Horfið niður á nefbrodd- inn ... Já, hérna er þetta. Má ég fá vasaklútinn yðar lán- aðan . . . þakka yður fyrir. Jæja. Þá er þetta búið.“ Hún deplaði augunum var- lega. „Sársaukinn hverfur rétt strax,“ sagði hann. „Vætið bara augað með einhverju mýkjandi! Eigið þér nokkuð þess háttar?“ „Eg veit það ekki.“ „Ég skal hjálpa yður um sáravatn, sem ég ber á mig eftir rakstur.“ Hún brosti til hans. „Þér eruð mjög vingjarnleg- ur.“ „Ég skal sækja sáravatnið," sagði Bisbee. En hún aftraði honum og sagði að sér liði bet- ur í auganu. „Eruð þér lækn- ir?“ spurði hún. „Nei, ég er gimsteinasali. Það er gleraugnadeild í fyrir- tækinu okkar. Fólk kemur til okkar þegar eitthvað fer upp í augað á því.“ „Ég var sannarlega heppin.“ „Það er skrítið hve stórt manni finnst rykkornið verða þegar maður fær það upp í augað,“ sagði hann. Hann þagnaði og fór að hugsa um að þessi skæru augu væru við- kvæmari fyrir sársauka en augu konu hans. Hann hélt áfram: „Þér munduð ekki trúa mér ef ég segði yður hve margt fólk leitar til okkar, einkum vor og haust, þegar storma- samt er. Ekki svo að skilja að bærinn okkar sá óhreinlegri en aðrir — það megið þér alls ekki halda — en það er mikið af verksmiðjum hjá okkur og talsverður kolareykur.“ „Það er mikið um verksmiðj- ur og kolareyk í borgunum ykkar,“ sagði hún. „Eruð þér útlendingur?"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.