Úrval - 01.04.1955, Side 93
PRINSESSAN HANS BISBEE
91
nam staðar á skiptistöð nokkr-
um stundum seinna, þarna
hafði fyrrum verið spönsk ný-
lenda, en nú bar þar mest á
Indíánum í litklæðum, sem seldu
körfur, leirmuni og ódýrt
skraut.
Það var búist við að biðin
yrði löng, og því flýttu farþeg-
arnir sér út úr vögnunum. Bis-
bee, sem var farinn að óttast
að fjarvera dökkklæddu kon-
unnar stafaði af slysninni með
uugað, varð ákaflega glaður
þegar hann sá hana ganga eft-
ir brautarpallinum.
,,Ég hef legið fyrir og lesið,“
sagði hún þegar hann kom til
hennar.
Þau gengu um og horfðu á
Indíánana, sem sátu á hækjum
sínum með varninginn fyrir
framan sig. Loks rákust þau
á ljósmyndara, og hjá honum
stóð Navajo-höfðingi, sem
bauðst til að láta taka myndir
af sér með gestunum. Ljós-
myndarinn fullyrti að mynd-
irnar yrðu tilbúnar áður en
lestin færi.
„Komið.“
Hún tók sér stöðu við hlið-
ina á gamla höfðingjanum og
benti Bisbee að koma til sín.
Að vísu taldi Bisbee það
ósamboðið virðingu sinni að
láta ljósmynda sig með Indí-
ána, en hún neyddi hann til
þess. Hann færði sig til Indí-
ánans, þandi út brjóstið, þrýsti
hökunni niður í harða flibbann
og starði á ljósmyndavélina.
En höfðinginn ruglaði hann í
ríminu með því að rétta fram
höndina. Bisbee lézt í fyrstu
ekki sjá hana, en Indíáninn
þreif í handlegg hans og muldr-
aði eitthvað. Bisbee var í
slæmri klípu. Hann færði sig
ofurlítið aftur á bak og hristi
höfuðið.
Hún hlaut að hafa haft gam-
an af uppátæki Indíánans, því
að hún fór að skellihlæja, og
hlátur hennar var svo óþving-
aður og eðlilegur, að Bisbee
gat ekki varizt brosi.
Meðan þau biðu eftir mynd-
unum, fóru þau inn í verzlun
í nágrenninu. Konan keypti
nokkrar fléttaðar körfur, leir-
krukkur og hálsfesti. Þetta var
allt sett í einn böggul og Bis-
bee hélt á honum.
Þegar þau komu aftur til
ljósmyndarans, sá Bisbee að
hann var hlæjandi á myndinni.
Myndin hafði heppnast vel,
hann og konan horfðu hlæjandi
hvort á annað. Hlátur hennar
var fallegur, það sást í mjall-
hvítar tennurnar og augu henn-
ar ljómuðu.
„Þér verðið að skrifa nafn-
ið yðar á myndina mína,“ sagði
Bisbee, þegar hann fylgdi henni
aftur til klefans á fyrsta far-
rými. Það var sýnilegt að aldr-
aða konan var þerna hennar,
því að hún tók við bögglinum
og hvarf inn í næsta klefa. Það
hlaut að kosta mikið að ferð-
ast á þennan hátt, hugsaði
Bisbee með sér.