Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 27

Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 27
ER HÆ3GT AÐ BÆTA MINNIÐ? 25 ætlað að muna talnaröðina 5636056378. Talan 5 er klettur, 6 er ljóshærð kona, sem situr á klettinum með barn sitt, 3, sem hún heldur á (563). Svo stendur 6 á fætur, tekur 0, bala, og set- ur á steininn, 5 (605). Nú fer konan, 6, og skilur barnið eftir, 3; en tveir lögregluþjónar, 7 og 8, finna það (6378). Sameiginlegt öllum, sem hafa afburðaminni, er, að þeir um- breyta og gæða lífi dauð og fá- breytileg minnisatriði. Menn hugsa sér minnið oftast sem einskonar ,,endurprentun“, en hér er miklu frekar um að ræða nýsköpun: sundurlausu efni er breytt í lifandi heild. Margskonar kerfi, svipuð þeim, sem að framan getur, hafa orðið til sem hjálpartæki til að festa eitthvað í minni, en öll miða þau að því að skapa líf- rænt samhengi úr sundurlausu efni. Algengt er að færa til bundins máls atriði, sem festast eiga í minni. Allir kannast við vísurnar: Ap, jún, sept, nóv. 30 hver . . . og a, b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, k . . . o. s. frv. Spurningunni um það, hvort til sé minnishæfileiki, er hægt sé að þjálfa, verður að svara neit- andi. Það er hægt að tileinka sér betri og hentugri aðferðir til að festa sér í minni. Það er m. ö. o. námstæknin, en ekki námshœfi- leikinn, sem batnar. Það er ein- kenni á öllu árangursríku námi og þá um leið traustu minni á námsefnið, að unnið hefur ver- ið af áhuga og dugnaði að nám- inu. Margir, sem þurfa að læra eitthvað, hafa óvirka afstöðu til námsins. Það er eins og þeir búist við að efnið „setjist í þá“ af sjálfu sér. Árangurinn verð- ur lítill og er þá um kennt slæmu minni. Minnis- og námsviljinn ræður mestu um það, hve vel námsefn- ið festist í minni. Það er aðeins hægt að læra með vakandi starfi, með því að umbreyta námsefninu og fá samhengi og meiningu í það; því að aukinn skilningur örvar áhugann. Minnistækni (mnemoteknik) nefnist einu nafni hver sú að- ferð, sem notuð er til að festa eitthvað í minni, og er þá að jafnaði um að ræða námsefni, sem skortir samhengi eða mein- ingu. f sambandi við það hlýt- ur að vakna sú spurning, hvort menn hafi í raun og veru not fyrir að læra þesskonar efni ut- an að. Víða gætir nú orðið til- hneigingar í þá átt, að draga úr utanaðlærdómi á staðreynd- um, sem oftast má með góðu móti fletta upp í handbókum. Samanburður á skólakennslu fyrr og nú sýnir greinilega, að minni áherzla er nú lögð á utan- aðlærdóm, en þó er ástæða til að spyrja, hvort ekki sé enn of mikil áherzla lögð á minnis- efni. Mörg próf bera enn um of svip af ,,minnisprófum“ frek- ar en prófun á skilningi og þroska. Er t. d. nauðsynlegt að læra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.