Úrval - 01.06.1955, Page 52

Úrval - 01.06.1955, Page 52
50 ÚRVAL þótti gott og blessað í gær. Hann leggur sig fram við að lýsa sjálfum sér frá öllum hlið- um, með því vonast hann eftir að afla sér fullrar sjálfsþekk- ingar. Að þessu leyti er sjálfs- lýsing Montaignes einstök í heimsbókmenntunum. Hinn f jölfróði og skarpskyggni Emer- son telur hann hreinskilnastan og heiðvirðastan allra rithöf- unda. — Rousseau talar sjálf- sagt eins mikið um sjálfan sig og Montaigne, en munur þeirra er sá, að Rousseau gerir sér ekki far um að lýsa sjálfum sér af hreinskilni frá öllum hlið- um, heldur semur hann eins kon- ar varnarrit fyrir sig, reynir að réttlæta sig og telja mönn- um trú um, að hann hafi ávallt haft rétt fyrir sér, en aðrir dæmt sig rangt. Sumir sjálfs- ævisöguhöfundar setja sig í sínar eftirlætisstellingar, setja upp sparisvip og vilja fá menn til að trúa, að svona hafi þeir verið. í hégómaskap sínum og tilgerð óska þeir, að þessi mynd þeirra geymist í huga lesend- anna. Aðrir, eins og Ágústínus kirkjufaðir, dvelja einungis við ákveðinn hluta ævinnar, hann við hið syndsamlega líf sitt og afturhvarf. En Montaigne ger- ir sér allt far um að sýna okk- ur allan lífjsferil sinn, hann hvorki ver sig né afsakar, né setur sig í ákveðnar stellingar. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Ég er þeirrar skoðunar, að það til- heyri mannlegum ófullkomleika að geta ekki verið fyllilega. hreinskilinn við sjálfan sig og aðra. Og í sumum atriðum er Montaigne naumast fyllilega hreinskilinn. * Heims'peki Montaigne er ekki bundin í kerfi, né hefur hann heldur á reiðum höndum ein- hverja allsherjar aðferð til þess að leysa vandamál tilverunnar. Slíka viðleitni telur hann fá- nýta. Hvað veit ég? spyr hann þráfaldlega. Vegna þessarar spurningar hans hafa margir séð í Montaigne efunarmann, og þetta er að því leyti rétt, að hann efast um marga hluti, sem mönnum fannst þá —• og finnst sumum enn, að ekki sé holt að efast um. Hann brosir í kamp- inn yfir þeirri einfeldningslegu viðleitni siðfræðinga, að ætla sér að bæta mannkynið. Hann hefur þá trú, að vér fáum ekki breytt manneðlinu. Hann efast mjög um gildi vísindalegra að- ferða, og er honum þar vorkunn, því að hann þekkti ekki nema rannsóknaraðferðir miðalda- manna, sem voru fáránlegar í flestum greinum. Engu meira traust ber hann til heimspek- innar, því að heimspekingar komast að gagnstæðum niður- stöðum um sama atriði. En þyngst er það á metunum, að hann efast um gildi sjálfrar skynseminnar sem þekkingar- tækis, þar sem honum þykir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.